Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Bjórinn langvinsælastur um verslunarmannahelgi

$
0
0

„Bjórinn er alltaf langvinsælastur,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, aðspurð um þá drykki sem seljast best fyrir Verslunarmannahelgina. „Bjórinn er um 80% af allri sölu en svo koma sterkir blandaðir drykkir eins og Breezer fast á hæla hans.“
Hún segir vikuna fyrir verslunarmannahelgi vera eina annasömustu viku ársins. Í fyrra komu 128 þúsund viðskiptavinir í vínbúðir landsins þá viku og alls seldust 724 þúsund lítrar af áfengi. Til samanburðar komu 100 þúsund gestir í vínbúðirnar í síðustu viku og þá seldust um 481 þúsund lítrar af áfengi. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er jafnan einn annasamasti dagur ársins en í fyrra komu 42 þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar þann dag. Langflestir komu á milli 16 og 18 og var álagið þá svo mikið að hleypa þurfti inn í hollum.

Á grafinu má sjá sölu áfengis vikuna fyrir Verslunarmannahelgi í fyrra

22543 GRAF

The post Bjórinn langvinsælastur um verslunarmannahelgi appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652