Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Kaup vogunarsjóða í Arion banka hagstæð fyrir ríkið, náist gott söluverð

$
0
0

Bjarni Benediktsson er bjartsýnn á að íslenska ríkið hagnist verulega á sölu Arion banka til vogunarsjóða  ,,Ef bankinn selst á 140–160 milljarðar skiptist kaupverðið að hálfu milli eigandans og ríkisins. Ef bankinn selst, eins og hv. þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, þ.e. hlutur Kaupþings, þá fær ríkið þrjá fjórðu af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði, sem ætti að vera ágætisleið til að finna hvert sé raunverulegt virði bankans, þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins.“ sagði Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra á Alþingi í morgun.

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sótti fast að Bjarna á þinginu í morgun en Miðflokkurinn hefur verið mjög andsnúinn sölunni. ,,Kaup vogunarsjóða á hlut ríkisins í Arion banka eru flétta sem er úthugsuð af færustu sérfræðingum. Upphafið er samþykkt hluthafafundar Arion banka um kaup á eigin bréfum. Síðan tilkynna hluthafar ríkinu að þeir vilji virkja hluthafasamkomulagið frá 2009 og kaupa hlut ríkisins á gjafverði. Samþykkt hluthafafundar um kaup á eigin bréfum gaf vogunarsjóðunum heimild til að nota peninga bankans til að kaupa bréfin. Þeir þurfa því ekki að leggja út fyrir kaupunum. Þetta er snilld númer eitt.
Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö.
Síðan hefjast þeir handa við að búta bankann niður, selja verðmæt dótturfélög út úr bankanum, eins og Valitor og Stefni – sjóðstýringu. Stefnir er verðmætasta dótturfélag bankans. Viðskiptablaðið sagði í dag að eignir bankans væru afar verðmætar. Þegar þetta er í höfn stendur eftir beinagrindin sem lífeyrissjóðirnir kaupa síðan. Þetta er snilld númer þrjú.  Allt er þegar þrennt er.

Fjármálaráðherra er gæslumaður ríkissjóðs í umboði Alþingis. Sérðu ekki veisluna?          Nú skal ég segja hæstvirtum ráðherra hvað hann á að gera. Hann lætur ríkið í stjórn bankans boða til hluthafafundar strax þar sem eitt mál verður á dagskrá, þ.e. að afturkalla heimild bankans til að kaupa eigin bréf í því augnamiði að rannsaka hvort þetta standist lög, rannsaka hæfi stjórnenda og rannsaka hvaða áhrif það hefur á fjármálakerfið að taka svona mikið eigið fé út úr bankanum.
Ég er þess fullviss að vogunarsjóðirnir munu afturkalla kauprétt á hlut ríkisins þegar þeir sjá að þeir þurfa að borga fyrir hann úr eigin vasa en ekki með fé bankans. Ég vil því spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Munt þú beita þér fyrir því strax að kalla saman hluthafafund, láta afturkalla heimild bankans til að kaupa eigin bréf og rannsaka málið í kjölinn?“ Spyr Birgir Þórarinsson

Þá svarar Bjarni Benediktsson, Fjármálaráðherra á þann veg: ,,  Fyrir hönd ríkisins var reyndar greitt atkvæði gegn því á hluthafafundi að bankinn fengi heimild til þess að kaupa eigin bréf. Þannig er mál með vexti að ríkið hefur bara farið með 13% eignarhlut og að mati Bankasýslunnar er alveg óumdeildur einhliða kaupréttur á hlut ríkisins. Ég tek eftir því að hv. þingmaður segir að gengið sem um ræðir í viðskiptunum sé gjafverð. Mig langar til þess að biðja hann um að útlista það aðeins betur hvernig hann almennt leggur mat á virði fjármálafyrirtækja vegna þess að hann virðist búa yfir einhverjum nánari greiningum á virði bankans.

Er ekki staðan sem er að renna upp fyrir þingmanni og samflokksmönnum hans þessi? Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndir um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekkert og myndi þurfa að borga 60–70 milljarða til þess að eignast þann hlut, voru innihaldslaust blaður, engin innstæða fyrir því. Það þýðir ekkert að koma hér upp í þingsal í dag, hálfu ári eftir kosningar og fara að blása upp moldviðri um hluti sem hafa legið fyrir í samningum í mörg ár og eru hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hafa heppnast vel, til þess að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innstæða var fyrir.

Eða hvað eru það margir tugir milljarða sem hv. þingmaður er tilbúinn að reiða fram til þess að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki þannig að hægt sé að efna kosningaloforð Miðflokksins um að dæla út 70 milljörðum og gjaldfæra á ríkissjóð?“ segir Bjarni Ben.

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins svarar Bjarna um þessi atriði  ,,Komið hefur komið fram, það kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag, að verðmæti dótturfélags bankans séu gríðarleg. Vogunarsjóðirnir nýta þennan kauprétt vegna þess að þeir sjá tækifæri til þess að koma ríkinu út úr bankanum og geta þar með vélað um eignir bankans og stórgrætt á þeim. Nú liggur þessi flétta fyrir, eins og ég rakti. Þá birtist okkur sú staðreynd að það er markmið erlendra hluthafa bankans að nota eigið fé bankans til þess að kaupa hlut ríkisins á undirverði til þess eins að eignarhlutur annarra hluthafa, sem eru erlendir vogunarsjóðir, aukist að verðmæti. Með öðrum orðum, þeir kaupa hlutinn án þess að þurfa að taka upp veskin, eins og ég sagði áðan, og græða á honum vegna þess að hann er svo ódýr. Það sjá það allir að hann er ódýr vegna þess að dótturfélögin eru svo verðmæt. Það er ósköp einfalt.

Getur ráðherra upplýst, eins og hann upplýsti kannski, að við höfum beitt neitunarvaldi? Neitunarvaldið er í hluthafasamkomulaginu og það er gott ef því var beitt.

En hefur ráðherra óskað eftir upplýsingum um afstöðu Fjármálaeftirlitsins til þessarar háttsemi annarra eigenda Arion banka? Geta þetta talist góðir stjórnarhættir hjá fjármálafyrirtæki?“ segir Birgir Þórarinsson og vísar spurningum yfir til

Bjarna sem að svara honum. ,, Bankasýslan hefur farið yfir það með efnahags- og viðskiptanefnd hvernig þessir atburðir gerðust varðandi virkjun kaupréttarins og hver afstaða hluthafans, ríkisins, hefur verið á hluthafafundum um þessi efni.

Þingmaðurinn er  kominn með svarið um hvernig hann metur bankann. Hann les Morgunblaðið. Hann er búinn að komast að því að bankinn sé miklu meira virði en þessir 0,8. Þá er ég með góðar fréttir fyrir hv. þingmann.

Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans, Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100–140 milljarða skiptist það verð þannig að einn þriðji rennur beint til ríkisins.

Ef hann selst á bilinu 140–160 milljarðar skiptist kaupverðið að hálfu milli eigandans og ríkisins. Ef bankinn selst, eins og hv. þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, þ.e. hlutur Kaupþings, þá fær ríkið þrjá fjórðu af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði, sem ætti að vera ágætisleið til að finna hvert sé raunverulegt virði bankans, þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins.

 

The post Kaup vogunarsjóða í Arion banka hagstæð fyrir ríkið, náist gott söluverð appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652