Tölvufyrirtækið Datacell sem sá um greiðslugáttina fyrir WikiLeaks á Íslandi, höfðaði dómsmál á hendur Valitor fyrir Hæstarétti árið 2013. Hæstiréttur staðfesti að lokun Valitor á greiðslugátt fyrir WikiLeaks hefði verið ólögmæt. Visa International krafðist lokunarinnar
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell hefur nú farið fram á kyrrsetningu á eignum Valitor upp á sex og hálfan milljarð króna vegna þessa.
Forsaga málsins er sú að Visa og Mastercard lokuðu á greiðslugáttir til uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks og talið er að stórar fjárhæðir hafi tapast vegna þessa.
WikiLeaks og DataCell sem umboðsaðili á Íslandi, lögsóttu bæði Visa og Mastercard í kjölfarið og féll dómur í júlí 2012 í héraði, WikiLeaks og DataCell í vil. En hið síðarnefnda félag sá um allan málarekstur vegna málsins sem umboðsaðili WikiLeaks á Íslandi.
En krafan beindist gegn Valitor á Íslandi sem er umboðsaðili Visa International.
Valitor var gert að opna strax greiðslugátt DataCell fyrir WikiLeaks þann 12. júli 2012 skv. dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar.
Deilur WikiLeaks og DataCell gegn Valitor má þó rekja fyrst aftur til ársins 2010 þegar Visa og MasterCard létu loka á greiðslur til uppljóstrunarsíðunnar og var það gert vegna kröfu bandarískra stjórnvalda. Árið 2011 opnaði Valitor svo fyrir greiðslugáttina en bara í nokkra klukkutíma vegna þess að Visa International fór fram á að henni yrði lokað þá þegar.
Tölvufyrirtækið Datacell sem sá um greiðslugáttina fyrir Wikileaks á Íslandi, höfðaði þegar dómsmál og kom úrskurður Hæstiréttur loks árið 2013 og staðfesti að lokunin hafi verið ólögmæt. Á grunni þess dóms er krafa gerð um kyrrsetningu nú.
DataCell var hýsingaraðili fyrir vefsíðu WikiLeaks og tók á móti greiðslum frá stuðningsfólki síðunnar og rak einnig málið gegn Valitor hér á landi. Fyrir lágu gildir samningar milli aðila um að korthafar gætu styrkt WikiLeaks í gegnum vefsíðuna skv. þeim samningi.
En Valitor braut þann samning um leið og að birt voru gögn frá bandaríska hernum á uppljóstrunarsíðunni. Þá var lokað á allar greiðslugáttir til WikiLeaks að beiðni bandarískra stjórnvalda eins og áður segir. Visa og Mastercard erlendis höfðu einnig orðið við kröfu bandarískra stjórnvalda og var WikiLeaks því einangrað frá víðtæku neti kortafyrirtækjanna tveggja um allan heim. Engin eigna- eða stjórnunartengsl voru á milli WikiLeaks og DataCell og þau voru einungis viðskiptalegs eðlis, til þess var m.a. litið fyrir dómi.
Það virðist ljóst að þessu máli er ekki enn lokið og munum við fylgjast með framgangi þess.
The post Farið fram á kyrrsetningu eigna Valitor upp á 6.5 milljarða appeared first on Fréttatíminn.is.