Lausagöngufé fellt í Loðmundarfirði,,Matvælastofnun hefur margsinnis haft afskipti af öðru búinu á undanförnum árum. Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar að fullu og hefur fé frá bænum fundist í Loðmundarfirði að vetrarlagi. Umráðamanni dýranna var veittur frestur til 1. febrúar sl. til að endurheimta fé sitt úr firðinum, sem hann gerði að hluta.“
![]() Um síðustu helgi var farinn leiðangur í Loðmundarfjörð til að ná því sem eftir var af fé sem hefur verið í lausagöngu í firðinum, án eftirlits og fóðrunar. Tuttugu og níu kindur fundust og voru þær allar felldar.
Ástand fjárins var breytilegt. Flest var horað, enda beit lítil. Margar kindurnar voru styggar og margreyfaðar sem gefur til kynna að þær hafi gengið lausar um einhvern tíma. Sumar ærnar voru lembdar. Átján af þeim 29 kindum sem fundust voru frá einum bæ, ein frá öðrum bæ og 10 voru ómerktar. Matvælastofnun hefur margsinnis haft afskipti af öðru búinu á undanförnum árum. Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar að fullu og hefur fé frá bænum fundist í Loðmundarfirði að vetrarlagi. Umráðamanni dýranna var veittur frestur til 1. febrúar sl. til að endurheimta fé sitt úr firðinum, sem hann gerði að hluta. Matvælastofnun sinnir eftirliti með velferð dýra en ábyrgð á fjallskilum liggur hjá sveitarfélögum. Rætt var um ástandið á fundi Matvælastofnunar og sveitarstjórna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs í byrjun mánaðar þar sem aðgerðir voru skipulagðar. Fimm manna hópur fór í Loðmundarfjörð laugardaginn 10. mars. Hann var skipaður dýraeftirlitsmanni Matvælastofnunar og fjórum aðstoðarmönnum. Skyggni var gott en þó er ekki hægt að útiloka að fleira fé leynist í firðinum. Var það mat viðstaddra að ómögulegt væri að sækja féð og var það fellt á grundvelli 7. gr. laga um velferð dýra. Í reglugerð um velferð sauðfjár segir m.a. að:
|
The post Lausagöngufé fellt í Loðmundarfirði – Matvælastofnun gafst upp á bændum appeared first on Fréttatíminn.is.