Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Árskort á Dunkin´ Donuts til sölu á Facebook

$
0
0

 

Kleinuhringjakeðjan Dunkin´ Donuts opnaði sitt fyrsta útibú hér á landi klukkan 9 í morgun við Laugaveg 3. 50 fyrstu viðskiptavinirnir fengu ársbirgðir af kleinuhringjum og höfðu margir þeirra staðið í röð frá því kvöldið áður. Ársbirgðirnar koma í formi stimpilkorts sem veita kassa af kleinuhringjum í hverri  viku. Um er að ræða sex kleinuhringi í hverjum kassa sem kosta 300 krónur stykkið.

Talið er að um 200 manns hafi verið í röðinni þegar mest var og því ljóst að ekki fengu allir árskort sem vildu. Nú er hins vegar hægt að bjóða í eitt slíkt á Facebook síðunni Brask og brall. Andvirði árskortsins er 76.500 krónur og sem stendur er hæsta boð 17.000 krónur. Upprunarlegi handhafi kortsins stóðst reyndar ekki mátið og nýtti sér einn stimpil og hæstbjóðandi mun því geta gætt sér á 300 kleinuhringjum næsta árið. Einnig hefur seljandanum verið bent á að best væri að fara með árskortið beint í mæðrastyrksnefnd.

dunkin

Skjáskot af facebook síðunni Brall og brask þar sem ýmis komar varningur gengur kaupum og sölum.

Veit­ingastaðir Dunk­in´ Donuts eru í dag 11.300 tals­ins í 36 lönd­um víða um heim. Til stendur að opna 16 Dunkin´ Donuts staði hér á landi. Kleinuhringjaæðið er því rétt að hefjast.

The post Árskort á Dunkin´ Donuts til sölu á Facebook appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652