Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Dóp, rokk & ról í nýrri þáttaröð Scorsese og Jaggers

$
0
0

Ný þáttaröð þeirra Martin Scorsese og Mick Jagger er farin að taka á sig mynd og fyrsta sýnishornið hefur nú litið dagsins ljós. Þættirnir kallast Vinyl og sögusviðið er tónlistarlífið í New York á áttunda áratugnum.

Í þáttunum er fjallað um plötufyrirtækið American Century Records og aðalmanninn þar á bæ, glaumgosann Richie Finestra sem Bobby Cannavale leikur. Miðað við fyrsta sýnishornið úr þáttunum er Finestra erkitýpa frá þessum tíma; fötin, eiturlyfjaneyslan og djammið staðfesta það. Finestra reynir að lífga plötufyrirtækið við með nýju bandi í anda New York Dolls. Meðal annarra leikara eru Olivia Wilde, Juno Temple og James Jagger, sonur Micks.

Martin Scorsese ásamt Mick Jagger og meðlimum The Rolling Stones þegar kvikmyndin Shine a Light var frumsýnd. LJósmynd/NordicPhotos/Getty

Martin Scorsese ásamt Mick Jagger og meðlimum The Rolling Stones þegar kvikmyndin Shine a Light var frumsýnd. LJósmynd/NordicPhotos/Getty

Martin Scorsese leikstýrir prufuþætti (e. pilot) Vinyl og er framleiðandi ásamt Mick Jagger. Þeir félagar hafa unnið að þáttunum síðan 2011 ásamt Terence Winter (The Sopranos, Boardwalk Empire) og George Mastras (Breaking Bad, The Wolf of Wall Street). HBO tilkynnti í desember síðastliðnum að stöðin myndi sýna þættina og búist er við því að þeir líti dagsins ljós á næsta ári.

 

The post Dóp, rokk & ról í nýrri þáttaröð Scorsese og Jaggers appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652