IKEA hefur borist tilkynning erlendis frá um barn sem fiktaði við Patrull næturljós með þeim afleiðingum að fremsti hluti þess datt af og barnið fékk rafstuð og sýnilega áverka.
IKEA hvetur því alla þá sem eiga Patrull næturljós til að hætta notkun þess tafarlaust og skila því í verslunina. Þrátt fyrir að ljósið hafi uppfyllt alla nauðsynlega öryggisstaðla hefur það verið tekið úr sölu til að koma í veg fyrir möguleg slys. Ljósið hefur verið selt í Evrópu og Norður-Ameríku frá 2013.
Hægt er að skila ljósinu í verslun IKEA og fá það endurgreitt að fullu.
The post Næturljós frá IKEA veldur rafstuði appeared first on FRÉTTATÍMINN.