Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Danskur leikari lærir íslensku

$
0
0
Danski leikarinn Søren Malling leggur nú stund á nám í íslensku til að undirbúa sig fyrir hlutverk í kvikmyndinni Hjartasteini eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Tökur standa yfir á Borgarfirði eystra.

Danski leikarinn Søren Malling mun leika stórt aukahlutverk í kvikmyndinni Hjartasteini sem Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrir. Tökur eru hafnar á Borgarfirði eystri og munu standa fram í október. Malling er væntanlegur hingað til lands á næstunni en hann leggur nú stund á nám í íslensku til að undirbúa sig fyrir hlutverkið. Malling er þekktur leikari í Danmörku en Íslendingar þekkja hann vel úr sjónvarpsþáttum á borð við Borgen og Forbrydelsen. Ungir leikarar fara með aðalhlutverkin í myndinni en fólki á borð við Ólaf Darra Ólafsson, Nínu Dögg Filippusdóttur og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur bregður einnig fyrir. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd á Íslandi haustið 2016.

Kvikmyndataka er í höndum Sturlu Brandth Grovlen sem var tökumaður Hrúta og hreppti fyrr á þessu ári Silfurbjörninn í Berlín sem og þýsku kvikmyndaverðlaunin fyrir vinnu sína í þýsku myndinni Victoria.

The post Danskur leikari lærir íslensku appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652