Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Stærsta Airwaves hátíð frá upphafi

$
0
0

Stærsta Airwaves hátíð frá upphafi

Okkur gleður að tilkynna hér með síðustu 20 atriðin sem koma fram á Iceland Airwaves og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. Dead Sea Apple, Toy Machine og Carpet stíga svið en það voru tónleikar þessara sveita fyrir 20 árum síðan sem varð kveikjan að því að Iceland Airwaves var sett á laggirnar.

Team Dreams (Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason) koma fram, ofursvali músíkantinn Cola Boyy (US) og margir fleira…

Í heildina eru um að ræða 240 atriði frá 25 löndum, sem gerir 20 ára afmælisútgáfuna stærstu Airwaves hátíð frá upphafi. Þar á meðal eru Ólafur Arnalds, Ásgeir, Blood Orange, Alma, Hayley Kiyoko, Cashmere Cat, Stella Donnelly og margir fleiri.

.

Iceland Airwaves hefur lengi verið talin besta leiðin til að kynnast nýju uppáhalds tónlistinni þinni. Af þessum 240 atriðum eru yfir 150 íslensk bönd, sum þeirra þekkjum við vel en sum sem hafa aldrei komið fram á hátíðinni áður. Það stefnir allt í svakalegt afmælispartý 7. – 10. nóvember þar sem gleðin verður allsráðandi í hjarta Reykjavíkur

Þessi síðasta tilkynning hendir saman sjóðandi heitum tónlistaratriðum við góða vini hátíðarinnar í gegnum árin.

Varst þú á Iceland Airwaves 1999? Þá gefst þér tíma til að endurupplifa goðsagnarkenndu tónleikana sem urðu kveikjan að Iceland Airwaves fyrir 20 árum; Dead Sea Apple, Toy Machine og Carpet ætla að koma saman á ný til að spila á hátíðinni í ár. Dr. Spock kemur einnig fram, sem og þeir rótgrónu Fufanu, nýliðarnir ClubDub og uppáhald ungu kynslóðarinnar Herra Hnetusmjör.

Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason hafa lengi gripið huga og hjörtu íslenska tónlistarunnenda sem og þeirra erlendu. Nýja “súper grúppan” Team Dreams mun koma fram í ár eftir að hafa spilað á uppseldum Evróputúr. Draumurinn er svo sannarlega lifandi hjá þessum tónlistarsnillingum.

Við höfum einnig fundið nokkra gullmola til þess að kynna fyrir hátíðargestum, eins og groove maskínan Cola Boyy (US), breska raf dúóið The Rhythm Method sem mun spila á 20 ára afmælikvöldi Moshi Moshi. Bella Union halda einnig upp á 20 ára afmælið sitt með sérstökum afmælistónleikum sem enda á “vinyl-only” DJ setti frá höfuðpaurnum Simon Raymonde, ‘6AM yoga rave’ verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi og ýmsar óvæntar uppákomur verða.

ÖLL ATRIÐIN SEM TILKYNNT ERU Í DAG:

Allanheimer • Alvia • Cola Boyy (US) • Bodypaint • Carpet • ClubDub • Dead Sea Apple • Dr Spock • Fufanu • Gabríel •  Grísalappalísa • Herra Hnetusmjör • Huginn • Klaki • Mosi •  Sylvia Erla • Team Dreams: Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason • The Rhythm Method (UK) • Toy Machine

ATH: Okkur þykir leitt að tilkynna að Jade Bird og Sassy009 hafa afboðað komu sína á Iceland Airwaves.

TÓNLEIKASTAÐIR STAÐFESTIR

Okkur er það ánægja að afhjúpa hér með listann yfir alla “offical” tónleikastaði Iceland Airwaves 2018. “Off-venue” tónleikastaðir verða svo tilkynntir 18. október en sama dag kynnum við app ársins til leiks sem og dagskrána.

Fylgdu okkur á Instagram og Facebook til að fá fréttirnar alltaf brakandi ferskar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652