Íslandsvinurinn Pia Kjærsgaard, sæmd æðstu orðu af Danadrottningu
Margrét Þórhildur Danadrottning hefur sæmt Piu Kjærsgaard, hinum virðulega riddarakrossi, Dannebrogs orðunnar “Kommandör af fyrstu gráðu”
Dannebrog orðan á sér langa sögu og allt til dansks riddaraliðs sem var stofnað árið 1671 af Christian fimmta. Pia Kjærsgaard sagði orðuna vera mikla viðurkenningu og að hún muni bera hana af virðingu og gleði.
Fram til 1808 voru fáir, útvaldir, sæmdir orðunni, nokkrir tugir aðila sem að gengdu göfugri eða konunglegri stöðu og aðeins veitt kóngafólki eða aðilum með mikil og nánin tengsl við Konungshöllina.
Skipulaginu var breytt árið 1951 með konungsúrskurði þannig að bæði karlar og konur gætu verið meðlimir í orðu hópnum. Og í dag er orðan Dannebrog veitt til þeirra er heiðra og eru trúir þjónar danska ríkisins.
Svo virðist sem að þær neikvæðu raddir sem að heyrðust um allan heim héðan frá Íslandi, er hún var heiðursgestur ríkisstjórnar Íslands á Þingvöllum í sumar, hafi ekki haft áhrif á hina virðulegu orðunefnd þeirra dana.
Tengt efni:
100 ára afmælið á Þingvöllum – ,,Siðblindingjar eyðilögðu daginn eins og við var að búast”
100 ára afmæli fullveldisins kostaði 200 milljónir en ekki 80