Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Voru með slökkt á staðsetningarbúnaði skútunnar Inook til að fela slóð sína

$
0
0

Landhelgisgæslan sendi varðskipið Þór og þyrlu til aðstoðar lögreglunni á Vestfjörðum til að hafa uppi á áhöfn skútu sem ber nafnið Inook og lagði úr höfn á Ísafirði í nótt. Heimildir herma að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi nú þegar fundið skútuna og að hún eigi að koma til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi og talið er að henni hafi verið stolið.

Alla vega er ljóst að þeir sem að sigla skútunni nú, hafa viljað fela slóð sína, þar sem að skútan er enn skráð í höfn í Ísafirði og hefur verið skráð þar síðan í sumar. Líklegast hafa þeir sem að nú sigla skútunni slökkt á staðsetningarbúnaði hennar til þess að komast óséðir þangað sem ferð þeirra var heitið. En við bíðum frekari upplýsinga.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652