Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Læknadóp, vændi, e-pillur og kókaín –Ísland í dag

$
0
0

Lof mér að lifa er íslensk heimildarmynd í tveimur hlutum þar sem kafað er ofan í sögurnar og atburðina á bak við kvikmyndina Lof mér að falla. Í heimildarmyndinni sem að sýnd var í kvöld á RÚV, kemur fram að neysla fíknefna er orðin miklu harðari en áður og fjallað er um málefni tengd fíkniefnum á Íslandi í dag.

Þá kemur fram að ungir krakkar byrja oftast í að reykja gras en eru svo farin að sprauta sig fljótlega og jafnframt er bent á fjölda dauðsfalla ungmenna vegna ofskömtunnar. Rætt er við konur sem að myndin Lof mér að falla er byggð á og m.a. sýnd staða þeirra í dag og sýnt þegar að þær blanda fíkniefnaskömmtum og sprauta sig í æð.

Þá kemur ein stúlka fram og segir að kostnaðurinn við fikniefnaneysluna séu 20-25.000 krónur á dag og að hún fjármagni neysluna sína með vændi.

Áberandi er hve mikið er talað um að mikið magn sé af læknadópi sem er lyfseðilsskilt eins og t.d. Rítalín, róandi töflur og fleiri þekkt lyf sem eru á markaði á götum borgarinnar.

Í heimildarmyndinni er fylgst með fólki í hörðum heimi fíknar sem tengist kvikmyndinni Lof mér að falla, sterkum böndum. Leikstjórn er í höndum Sævars Guðmundssonar og umsjón í höndum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar. Framleiðendur heimildarmyndarinnar eru þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson, Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarsson. Í kynningu myndarinnar er varað við því að atriði í myndinni geta vakið óhug.

Tengt efni:

Beint í nálina – 13 ára börn eru byrjuð að sprauta sig

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652