Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Lögreglan ók utan í bíl í eftirför, til að stöðva akstur undir áhrifum vímuefna

$
0
0

Nóg var að gera hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöld og í alla nótt, en helstu verkefni skv. dagbók hennar snúa að afskiptum af ölvunar- og fíkniefnaakstri.

Klukkan rúmlega tvö í nótt, veitti lögreglan eftirför, ökumanni sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina.

Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið ökuníðingsins. Ökumaðurinn reyndist vera í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Annar ökumaður var stöðvaður skömmu fyrir klukkan eitt í nótt er lögreglan hafði afskipti af ökumanni sem stöðvaði ekki við stöðvunarskyldu við gatnamót. Ökumaðurinn reyndist við nánari athugun vera ölvaður.

Rúmlega níu í gærkvöld var ekið á staur í miðbænum. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni meiddist ekki en er grunaður um að aka bifreiðinni undir áhrifum vímuefna. Háftíma síðar var ökumaður stöðvaður í Grafarvogi, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en einnig fundust fíkniefni á honum.

Rétt fyrir klukkan 23:00 var ökumaður stöðvaður í Kópavogi, fyrir akstur undir áhrifum áfengis auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum og í Reykjavík voru svo þrír ökumenn til viðbótar stöðvaðir vegna fíkniefnaaksturs.

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652