Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Nauðgunarmálið meinta, í íbúð við Miklu­braut – Konu stefnt fyrir ærumeiðingar á netinu ofl.

$
0
0

Konu hefur verið stefnt fyrir ærumeiðandi ummæli og ósönn vegna meintrar nauðgunar

Þetta kemur fram í stefnu Vil­hjálm­s H. Vil­hjálms­sonar lögmanns, gegn konunni fyrir hönd skjólstæðinga sinna

Héraðssak­sókn­ari ákvað að ákæra ekki menn fyr­ir meinta nauðgun í íbúð við Miklu­braut en brotið átti að hafa átt sér stað í september 2015. Annað mál gagn­vart mann­in­um og fé­laga hans var einnig fellt niður.

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, lögmaður staðfest­i þá að skv. ákvörðun héraðssak­sókn­ara væru ekki tald­ar lík­ur á sak­fell­ingu fyr­ir dómi miðað við þau gögn sem lágu fyr­ir í mál­inu. En það hafði m.a. komið fram í opinberum miðli að íbúðin í Hlíðunum hefði verið búin út­búnaði til of­beld­isiðkun­ar og að árás­irn­ar hefðu verið hrotta­leg­ar. Mik­ill fjöldi fólks safnaðist sam­an fyr­ir utan lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu og krafðist þess að menn­irn­ir tveir yrðu tafarlaust hneppt­ir í gæslu­v­arðhald og fátt var um annað talað á Íslandi í marga daga á eftir og á sam­fé­lags­miðlum voru nöfn þeirra m.a. birt og mynd­ir af þeim og barni ann­ars þeirra.

Nú hefur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, verjandi mannana stefnt konu á fimmtugsaldri sem er búsett í Sviss og mun höfða mál gegn henni fyrir Héraðsdómi Reykjavíku til ómerkingar á meintum ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna friðarbrots og ærumeiðinga á Facebook og Twitter notendasvæðum, sem að áttu sér stað þann 9. nóvember árið 2015.

Dómkröfur fyrir dómi eru m.a. skv. stefnunni : Ómerkingarkröfur þar sem að mennirnir gera hvor um sig þá kröfu að eftirfarandi ummæli verði dæmd dauð og ómerk:

Twitter færsla, 9. nóvember 2015, kl. 03.48.
1. Be warned, serial rapists on the loose in Northern Europe …

Facebook færsla, 9. nóvember 2015, kl. 12.37.
2. Be warned: serial rapists on the loose in Northern Europe. They drug young women and then rape them in a special equipped flat for raping.
3. The Icelandic police has failed to protect us from these monsters so they are free to travel and rape more women.

Facebook færsla, 9. nóvember 2015, kl. 14.35.
4. The Icelandic police is now forced to defend their irresponsible actions of releasing serial rapists …

Mennirnir gera hvor um sig þá kröfu, að konan verði dæmd til þess að greiða hvorum þeirra um sig miskabætur að fjárhæð krónur 2.000.000 með vöxtum frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016, auk dráttarvaxta. Þess er jafnframt krafist að konan verði dæmd til að greiða mönnunum hvorum um sig málskostnað samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti eða mati héraðsdóms. Þá er þess krafist að konan beri refsi- og fébótaábyrgð á ummælunum

Þá er einnig áskilinn réttur til þess að höfða sérstakt dómsmál á hendur konunni, þegar leitt er í ljós hvort að mennirnir hafi orðið fyrir varanlegri örorku og miska vegna umfjöllunarinnar. Skv. því sem sagt er í stefnunni.

Málsatvik eru skv. stefnunni, þau að þann 9. nóvember 2015 kl. 03.48 skrifaði konan og birti færslu á Twitter þar sem hún varaði fólk við stefnendum og kallaði þá raðnauðgara („serial rapists“). Með færslunni fylgdi mynd með upplýsingum um nöfn stefnenda og Facebook svæði þeirra.

Sama dag kl. 12.37 skrifaði og birti konan svipaða færslu á Facebook, en auk þess að vara við stefnendum þá bætti hún því við að þeir væru raðnauðgarar, sem dópuðu konur og nauðguðu þeim svo í íbúð sérstaklega útbúinni til nauðgana. Þá kallaði hún stefnendur skrímsli („monsters“) og sagði að lögreglan hefði brugðist konum með því að vernda þær ekki fyrir stefnendum og þeir gætu þar af leiðandi nauðgað fleiri konum. Færslan var opin og skrifuð á ensku svo hún næði til sem flestra. Með henni fylgdu hlekkir á fréttir um meint kynferðisbrot stefnenda auk upplýsinga um nöfn þeirra og Facebook svæði. Segir í stefnu mannanna.

,,Konan skrifaði og birti aðra færslu á Facebook tveimur tímum síðar eða kl. 14.35. Sú var einnig á ensku, og með henni lofar stefnda mátt samfélagsmiðla, þar sem nú væri lögreglan tilneydd til að svara fyrir ábyrgðarlausar gjörðir sínar sem fælust í því að sleppa raðnauðgurum úr haldi. Þetta væri allt þökk sé því að svo margir hefðu deilt upplýsingum um kynferðisbrot stefnenda. Að auki skrifaði stefnda og birti ummæli á Facebook þar sem hún sagðist vera búin að birta upplýsingar um stefnendur og meint kynferðisbrot þeirra á notendasvæði sínu og hún væri búin að vara tvo vini sína við þeim sem hefðu hefðu fjarlægt þá af vinalista sínum á Facebook.
Með kröfubréfi, dags. 27. apríl 2016, var konunni boðið að ljúka málinu utan réttar en hún kaus að svara því bréfi ekki. Stefnendum er því nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál þetta til þess að verja æru sína og friðhelgi einkalífs.” Segir í stefnunni.

Þá segir jafnframt í stefnunni ,, að með ummælum hennar á Facebook og Twitter var mönnunum gefin að sök refsiverð háttsemi sem varðar við almenn hegningarlög. Konan kallaði stefnendur ítrekað raðnauðgara sem byrluðu konum ólyfjan og nauðguðu þeim í íbúð sem þeir hafi sérútbúið til verknaðarinns. Þá gaf hún í skyn að þeir stunduðu það ítrekað að nauðga konum og myndu halda því áfram þar sem lögreglan hefði ekki krafist gæsluvarðhalds yfir þeim og þeir gengju því lausir. Með því hefði lögreglan brugðist konum því stefnendur væru hættuleg skrímsli sem ættu að vera innilokuð. Mennirnir byggja á því að í ummælubum felist ásakanir um að þeir hafi gerst sekir um ítrekuð og alvarleg hegningalagabrot. Öll ummæli konunnar séu ósannur uppspuni og eru til þess fallin að meiða æru stefnenda. Hér að neðan verður gerð nánari grein fyrir hverjum og einum ummælum sem krafist er ómerkingar á og hvers vegna beri að ómerkja ummælin.

1. Be warned, serial rapists on the loose in Northern Europe …
Með ofangreindum ummælum fullyrðir stefnda og varar fólk við því að stefnendur séu raðnauðgarar sem gangi lausir og liðugir í Norður Evrópu. Með ummælum er fullyrt að stefnendur hafi ítrekað gerst sekir um nauðgun en allt að 16 ára fangelsi liggur við slíku broti skv. 194. gr. alm. hgl.

2. Be warned: serial rapists on the loose in Northern Europe. They drug young women and then rape them in a special equipped flat for raping.
Hér fullyrðir stefnda á nýjan leik og varar fólk við því að stefnendur séu raðnauðgarar sem gangi lausir og liðugir í Norður Evrópu. Því til viðbótar fullyrðir stefnda að stefnendur byrli ungar stúlkur ólyfjan og nauðgi þeim síðan í íbúð sérútbúinni til nauðganna. Sem fyrir varða brotin sem stefnda gefur stefnendum að sök allt að 16 ára fangelsi.

3. The Icelandic police has failed to protect us from these monsters so they are free to travel and rape more women.
Með ofangreindum ummælum ásakar stefnda lögregluna um að hafa mistekist að vernda borgarana fyrir stefndum sem séu skrímsli sem sé nú frjálst að ferðast um heiminn og nauðga fleiri konum. Hér fullyrðir stefnda fyrirvaralaust að stefnendur hafi í hyggju að nauðga fleiri konum. Sem fyrr varða brotin sem stefnda gefur stefnendum að sök allt að 16 ára fangelsi.

4. The Icelandic police is now forced to defend their irresponsible actions of releasing serial rapists …
Hér kallar stefnda stefnendur raðnauðgara á nýjan leik. Um rökstuðning vísast til umfjöllunar hér að ofan.

Stefnda deildi einnig upplýsingum um nöfn og Facebook síður stefnenda, bæði á Twitter og Facebook. Þá hafði hún þar að auki persónulega samband við vini stefnenda á Facebook og varaði við þeim. Með því braut hún gegn réttarreglum sem ætlað er að vernda friðhelgi einkalífs stefnenda, sbr. 229. gr. laga nr. 19/1940, 71. gr. stjskr. og 1. mgr. 8. gr. MSE.”

Þá segir jafnframt að stefnda hafi svipt mennina grundvallarmannréttindum og úthrópaði þá sem nauðgara án þess að þeir hafi verið ákærðir fyrir slíka háttsemi hvað þá heldur dæmdir. Öll ummælin feli í sér ásökun um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Öll ummæli stefndu eru ærumeiðandi aðdróttanir og fela í sér brot gegn almennum hegningarlögum. Hin umstefndu ummæli séu ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus og til þess fallin að sverta stefnendur. Hagsmunir stefnenda af því að fá ummælin dæmd dauð og ómerk eru því miklir.”

,,Mennirnir byggja á því að konan hafi vegið með alvarlegum hætti að æru þeirra. Með því hafi hún framið ólögmæta meingerð gagnvart stefnendum sem hún beri skaðabótaábyrgð á enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar án sennilegrar ástæðu til að halda þær réttar. Það er ljóst að virðing þeirra hefur beðið hnekki, sem og æra þeirra og persóna. Réttur manna til æruverndar og friðhelgi einkalífs nýtur verndar stjórnarskrár mannréttindasáttmála Evrópu og almennra hegningarlaga.

Það sé hlutverk handhafa opinbers valds að rannsaka, ákæra og dæma menn fyrir refsiverða háttsemi, ekki almennings. Með ummælum sínum um mennina hafi konan haldið því fram að þeir hafi gerst sekir um alvarleg hegningarlagabrot sem enginn fótur er fyrir. Slagkraftur umfjöllunar um meint brot stefnenda sem stefnda tók þátt í að deila og bera út var slíkur að stefnendur óttuðust um líf sitt vegna múgæsingsins sem umfjöllunin skapaði og hrökkluðust úr landi þar sem þeir dvöldu meira og minna næstu árin.

Annar maðurinn missti vinnuna í kjölfarið og hinum var gert að hætta námi við Háskóla í Reykjavík. Hvorugur hefur átt afturkvæmt í fyrra starf/nám. Báðir stefnendur hafa glímt við langvarandi kvíða og þunglyndi vegna umfjöllunarinnar. Stefnda tók þátt í að dreifa nöfnum og myndum af stefnendum, sem deilt var mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlum þar sem stefndur voru úthrópaðir sem nauðgarar og þeim hótað líkamsmeiðingum og lífláti.

Konan tók sig jafnframt til og skrifaði um stefnendur á ensku sem gerði það að verkum að upplýsingar um þá náðu til enn fleiri en ella hefði verið. Mennirnir telja að miski hvors þeirra um sig vegna ummæla stefndu sé hæfilega metinn krónur 2.000.000. skv. skaðabótalögum enda sé um að ræða skýr og ótvíræð brot á réttarreglum, sem ætlað er að vernda æru og friðhelgi einkalífs stefnenda sbr. almenn hegningarlög.

Konunni hefur verið stefnt til þess að mæta á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, þriðjudaginn 30. október 2018, kl 10.00 og þá verður málið þingfest. Ef hún mæti ekki fyrir dóm við þingfestingu málsins, megi hún búast við því að dæmt verði í málinu að henni fjarstaddri.” Segir m.a. í stefnunni sem að birt var í Lögbirtingarblaðinu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652