Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur ungum stúlkum
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þeim Ísabellu Máney Grétarsdóttur, Andreu Ósk Waagfjörð og Hrafnhildi Malen Lýðsdóttur. Stúlkurnar eru allar á 16. ári og fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi.
Þeir sem búa yfir upplýsingum um ferðir þeirra eða hvar þær halda til eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu í gegnum síma Neyðarlínu 112 eða með skilaboðum hér á fésbókarsíðu lögreglunnar.