Í ávarpi sínu sagði forsætisráðherra m.a. að matvælaframleiðsla muni verða eitt af stóru viðfangsefnum stjórnmálanna á þessari öld:
„Matur, matvælaframleiðsla, matvælaöryggi, matarsóun, matarmenning – það eru svo margar hliðar á þessu máli. Það er sýn ríkisstjórnarinnar að við eigum að móta okkur framtíðarsýn um matvælalandið Ísland. Þar þurfa nánast öll ráðuneyti að taka þátt.

Yfirskrift Matvæladags MNÍ er „Matvælastefna – hvað er það, fyrir hverja og af hverju?