Spáð er norðlægum áttum nú um helgina og kulda, frost verður á bilinu 0 til 8 gráður og jafnvel 10 til 12 gráður á hálendinu
Það mun því verða kalt hjá þeim rjúpnaskyttum sem að hefja veiðitímabilið nú um helgina
Veðuryfirlit
450 km norðvestur af Lófóten er 1005 mb lægð sem fer suður. 750 km suðaustur af Hvarfi er vaxandi 1038 mb hæð, sem þokast austnorðaustur á bóginn. Við Nýfundnaland er vaxandi 993 mb lægð á norður leið.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, 5-13 m/s og él eða snjókoma á N-verðu landinu, en bjart með köflum sunnan heiða. Dregur úr vindi V-lands síðdegis, en gengur í 13-20 m/s fyrir austan undir kvöld. Áfram él á N- og A-landi, en annars léttskýjað að mestu. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 3-8 m/s og léttskýjað. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg breytileg átt, yfirleitt bjartviðri og frost 0 til 8 stig. Vaxandi sunnanátt seinnipartinn, þykknar upp og hlýnar, 13-18 m/s og fer að rigna S- og V-lands um kvöldið, en slydda eða snjókoma í uppsveitum. Annars hægara og þurrt.
Á sunnudag:
Sunnan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu, en snjókomu til fjalla. Þurrt að kalla NA-til. Hiti 2 til 7 stig á láglendi. Snýst í hægari suðvestanátt með skúrum eða éljum undir kvöld og kólnar, fyrst V-lands.
Á mánudag:
Fremur hægir suðlægir vindar og stöku él, en strekkingur og rigning með A-ströndinni. Fremur svalt í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt með rigningu eða slyddu á köflum, en yfirleitt úrkomuminna um landið vestanvert. Hiti 0 til 4 stig að deginum.
Á fimmtudag:
Útlit syrir norðlæga átt með ofankomu fyrir norðan, en hægari og bjartviðri sunnantil. Frost um mest allt land.