Greiddi milljónir fyrir þögn vegna kynferðisbrota
Nokkur fórnarlömb sem urðu fyrir meintri kynferðislegri áreitni eða kúgun, fengu svimandi háar fjárhæðir greiddar inn á reikning, frá Philip Green, breska auðkýfingnum sem að íslendingum er vel kunnur.
A.m.k. sjö konur fengu greiddar háar sjö tölustafa fjárhæðir í pundum talið inn á reikninga sína fyrir þögn um samskipti sín við Green. Fjallað er um málið í The Guardian en að sögn Guardian er ekki vitað hvort einhver þessara mála séu þau sömu og greint var frá í Telegraph fyrr í vikunni.
Samkvæmt heimilidum Guardian á Green að hafi samið við a.m.k. sjö fyrrverandi starfsmenn sína um skaðabótagreiðslur vegna kynferðislegrar áreitni, kúgunar eða kynþáttaníðs.
Í nokkrum þeirra mála hafi greiðslurnar numið milljón eða milljónum punda. Samið var um að fórnarlömbið hefðu hljótt um atvikin. Það er því um háar fjárhæði að ræða þar sem að ein milljón pund er 155 milljónir íslenskar krónur.
Talsmaður Green segir að málið sé stormur í vatnsglasi, um sé að ræða að Green hafi verið að faðma konur á fjölmennum fundum jafvel, og að hann hafi snert þær eitthvað í þeim faðmlögum. Jafnframt að hann kunni að hafa sagt einhverja kynferðislega tengda hluti í spjalli við konur en ekkert sem að máli skipti.
Farið var fram á lögbann á birtingu frétta Telegraph vegna Green um kynferðisleg áreitni og kynþáttafordóma. Lögbann var þá sett á blaðið og því var bannað að nafngreina gerandann. Telegraph birti fréttina og breski fjárfestirinn sem sakaður var um ódæðið var ónafngreindur. Peter Hain, lávarður í bresku lávarðadeildinni, upplýsti í framhaldi, að ónefndi maðurinn væri auðkýfingurinn Philip Green.