VR er tilbúið með fjármuni og samstarfsaðila í að byggja upp leigufélag en sveitarfélög vilja ekki samstarf
VR er tilbúið með fjármuni og samstarfsaðila í að byggja upp leigufélag en sveitarfélög eru ekki áhugasöm um samstarf að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar.
,,VR er tilbúið með fjármuni og samstarfsaðila í að byggja upp leigufélag sem hefur það að markmiði að lágmarka leigu og tryggja langvarandi búsetuöryggi.
Það gengur hinsvegar erfiðlega að fá sveitarfélög í samstarf. Ein af þeim lóðum sem við vorum að sækjast eftir var seld á 319 milljónir eða sem nemur 7 milljónir króna á íbúð.
Þá má spyrja um ábyrgð sveitarfélaga á stöðunni á húsnæðismarkaði og þátt þeirra í að keyra upp húsnæðis og leiguverð með markaðsdrifinni stefnu þar sem hæstbjóðendur komast í lykilstöðu, í að braska, í skjóli lóðaskorts.
Við vitum öll hverjir borga á endanum. Þeir sem ekki hafa efni á að leygja eða kaupa á almennum markaði enda í sértækum úrræðum eða niðurgreiðslu sveitarfélaganna sjálfra sem fullkomna þannig hringavitleysuna.” Segir Ragnar Þór Ingólfsson