Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Gul viðvörun – Norðaustan hvassviðri eða stormur gengur yfir mest allt landið í nótt og á morgun

$
0
0

Milli Jan Mayen og Íslands er 993 mb lægðasvæði, sem þokast norður, en 1028 mb hæð er yfir norðaustur Grænlandi. Um 900 km suðaustur af Hvarfi er vaxandi 958 mb lægð, sem hreyfist allhratt norðaustur.

Vaxandi norðaustanátt, þykknar upp og fer að rigna við suðaustur ströndina í kvöld, 15-23 m/s í nótt og snjókoma eða slydda austan til, en rigning syðst. Él norðvestan til, en annars úrkomulaust að kalla. Dregur úr vindi og úrkomu á morgun, norðan 8-18 og stöku él um kvöldið, hvassast in vindstrengjum sunnan og vestan til, en þurrt að kalla sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig til landsins, en kringum frostmark við ströndina. Hiti 1 til 6 stig á suðaustur landi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og él N-til á landinu, en skýjað með köflum og úrkomulítið syðra. Hiti víða 0 til 5 stig við sjavarsíðuna, en vægt frost inn til landsins.

Á mánudag:
Norðaustan 8-13 m/s NV-til, en annars hæg vestlæg eða breytileg átt. Él á N-verðu landinu, en skýjað með köflum og úrkomulítið fyrir sunnan. Hiti nálægt frostmarki.

Á þriðjudag:
Gengur líklega í norðaustanhvassviðri eða -storm með ofankomu fyrir norðan og austan og hlýnar smám saman í veðri.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir fremur hlýja austanátt með vætu um mest allt land, en stífa norðaustanátt með slyddu NV-til.

Á fimmtudag:
Líklega hægir vindar, úrkomulítið og hlýtt.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652