Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að Guðmundi Benedikt Baldvinssyni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að Guðmundi Benedikt Baldvinssyni 55 ára en ekkert er vitað um ferðir hans síðan á föstudag.
Bjögunarsveitir voru boðaðar út seinni partinn í dag vegna vísbendinga sem lögreglu bárust og unnið er út frá.
Guðmundur er um 170-175 cm á hæð og er í svörtum Cintamani jakka, bláum gallabuxum, svörtum skóm, svarta húfu, gráa/ljósa vinnuhanska og með bakpoka.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Guðmundar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í s. 444 1000.