Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Viðskiptavinir Boot Camp hlupu með búnaðinn í Sporthúsið

$
0
0
Sporthússamstæðan stækkaði umtalsvert í sumar þegar Boot Camp og Crossfit Stöðin fluttu í Kópavoginn. Þegar stöðin flutti sig úr Elliðaárdalnum í Sporthúsið gerðu meðlimir stöðvarinnar sér lítið fyrir og hlupu með æfingabúnaðinn milli staða.

„CrossFit Stöðin hefur nú þegar verið sameinuð CrossFit Sport sem hefur verið starfrækt hér í Sporthúsinu frá því 2008,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. „Boot Camp aðstaðan hér er aðeins frábrugðin því sem var í Elliðaárdalnum, hér er einn stór salur í stað tveggja minni. Heildaræfingapláss er þó meira en það var í Elliðaárdalnum.“ Aðgangur að Crossfit og Boot Camp veitir aðgang að tækjasalnum og öllum opnum tímum í Sporthúsinu í Kópavogi og Reykjanesbæ.

Kröftugt og öflugt samfélag
Þröstur segir að það sé alveg magnað að kynnast samfélögunum sem myndast í kringum þessa tegund þjálfunar, það er Boot Camp og Crossfit. „Þetta er ótrúlega sterkur og samheldinn hópur. Þegar flutningar stóðu yfir var stór hópur viðskiptavina sem hljóp með búnað frá Elliðaárdalnum og yfir í Kópavoginn. Á annað hundrað manns, það er meðlimir Boot Camp og Crossfit Stöðvarinnar, mættu og aðstoðuðu í flutningunum. Þessi hópur og það sem hann stendur fyrir passar alveg frábærlega hérna inn í Sporthúsið.“ Með þessari viðbót við starfsemi Sporthússins eru nú CrossFit Stöðin, CrossFit Sport og Boot Camp í Sporthúsinu Kópavogi og CrossFit Suðurnes og SuperForm í Sporthúsinu Reykjanesbæ. „Það er hætt við að talsvert fjör verði á innanhússmótum hjá okkur í vetur,“ segir Þröstur og hlær.

22785 Sporthus 6731

Fagleg fjölbreytni í Sporthúsinu
Ýmislegt verður í boði í Sporthúsinu í haust. „Við leggum líkt og áður áherslu á hefðbundna líkamsrækt og hóptíma. Auk þess verða á þriðja hundrað námskeið í boði í haust, allt frá dansi fyrir krakka upp í leikfimi fyrir fólk á besta aldri,“ segir Þröstur. Í Sporthúsinu er einnig starfrækt sjúkraþjálfun og kírópraktorastofa, auk verslunar með fæðubótarefni. Einnig er sér stöð innan Sporthússins í Kópavogi, þar sem ávallt er íþróttafræðingur eða sjúkraþjálfari á vakt. „Sporthúsið Gull er lítil og heimilisleg stöð, þar sem áherslan er á rólegra tempó og meiri stuðning en almennt er í líkamsræktarstöðvum. Gullið hentar því byrjendum og þeim sem vilja meiri þjónustu og minni læti, auk þess sem Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu og Kírópraktorstofa Íslands eru með alla sína styrktarþjálfun og endurhæfingu þar. Við getum því þjónustað hvern þann sem vill koma sér í betra líkamlegt ástand,“ segir Þröstur, sem er spenntur fyrir vetrinum. Hjá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu starfa nú 9 sjúkraþjálfarar og á Kírópraktorstofu Íslands starfa 5 kírópraktorar.

 

Unnið í samstarfi við Sporthúsið

The post Viðskiptavinir Boot Camp hlupu með búnaðinn í Sporthúsið appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652