Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Handvalin af útsendara La Scala

$
0
0

Kristín Sveinsdóttir mezzó-sópran er fyrsta íslenska konan sem syngur við hið virta La Scala óperuhús í Mílanó. Kristín er 24 ára gömul og hafði aðeins lokið einu ári við Tónlistarháskólann í Vín þegar hún var handvalin til að syngja í Töfraflautu Mozarts sem sett verður upp í La Scala næsta haust. Kristín hóf söngferilinn í Krúttakór Langholtskirkju, söng með Graduale Nobili og ferðaðist með Björk Guðmundsdóttur á Biophilia-túrnum. Næsta stopp er eitt þekktasta óperuhús heims. 

„Ég ætlaði varla að trúa þessu í fyrstu og er enn að átta mig á hvað þetta er stórkostlegt tækifæri,“ segir Kristín Sveinsdóttir sem syngur í uppfærslu La Scala óperunnar á Töfraflautu Mozarts næsta haust. Hún er fyrsta íslenska konan sem syngur í þessu virta óperuhúsi í Mílanó en hún hefur þjálfun í sérstakri akademíu fyrir ungt fólk á vegum La Scala þann 1. október.

Söngurinn hefur átt hug og hjarta Kristínar frá því hún var lítil stelpa. Fjögurra ára gömul flutti hún í Langholtshverfið og fylgdi bestu vinkonu sinni úr leikskóla í Krúttakór Langholtskirkju. „Ég söng síðan áfram í Langholtskirkju. Þaðan, og frá Tónskóla Sigursveins, kemur mitt tónlistaruppeldi og söngáhugi. Kirkjan býður upp á einsöngsnám og ég lærði þar einsöng hjá Hörpu Harðardóttur. Seinna flutti ég mig yfir í Söngskóla Reykjavíkur og lærði áfram hjá Hörpu meðfram námi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Klassískur söngur og klassísk tónlist var alltaf bara áhugamál en þegar ég var búin með menntaskólann fann ég hvað söngurinn var stór hluti af mér og ég var alls ekki tilbúin til að gefa hann upp á bátinn,“ segir Kristín.

Kristín Sveinsdóttir vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fékk skilaboð frá útsendara La Scala sem vildi mæla með henni í hlutverk þar.

Kristín Sveinsdóttir vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fékk skilaboð frá útsendara La Scala sem vildi mæla með henni í hlutverk þar.

Hafði lært allt nema þýsku

Þegar tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að vinna að plötunni Biophilia leitaði hún að kvennakór til að syngja í tveimur lögum. Henni var bent á Graduale Nobili, úrvalskór stúlkna við Langholtskirkju sem Kristín tilheyrði, og úr varð að kórinn söng í átta lögum á plötunni og ferðaðist með Björk á tónleikaferðalaginu þegar hún fylgdi eftir plötunni. „Ég kláraði burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík en vegna þess hversu mikið við ferðuðumst á Biophilia-túrnum var ég orðin 23 ára þegar ég fór loks í inntökupróf fyrir baccalaureate-nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. „Við vorum tvær vinkonurnar sem fórum saman í inntökuprófið, höfðum verið í sama bekk í Söngskólanum, báðar lært hjá Hörpu og báðar sungið með Björk, og við tvær vorum báðar í átta manna hópi sem komst inn eftir að 160 manns fóru í prufur. Við höfum því verið samferða í gegnum margt,“ segir Kristín.

Kærasti Kristínar, Hallgrímur Árnason, var einnig að fara út í nám og saman fluttu þau til Vínar vorið 2014 til að byrja að læra þýsku. „Ég var á málabraut í menntaskóla þar sem ég lærði frönsku, spænsku, kínversku og táknmál en mér da

Vissi ekki af áheyrnrarprufunum

Kristín hafði háleita drauma þegar hún ákvað að flytja til Vínar en gerði sér jafnframt grein fyrir að óvissan er mikil í þessum bransa, og hún hafði satt að segja ekki minnstu hugmynd um að La Scala væri að leita að ungum söngvurum þegar haft var samband við hana þaðan.

„Ég var sannarlega á réttum stað á réttum tíma. Ég vissi ekki af þessari akademíu við La Scala en hún er að setja upp stóra sýningu næsta sumar, Töfraflautuna eftir Mozart í leikstjórn Peter Stein sem er þekktur þýskur leikstjóri. Haldnar voru stórar áheyrnarprufur og fimm söngvarar komust að. Allir þeir sem komust í gegn voru ítölskumælandi en þar sem Töfraflautan verður flutt á þýsku vantaði unga söngvara sem væru þýskumælandi. Útsendarar frá La Scala voru því sendir til að finna söngvara. Í mínum skóla eru haldnir tónleikar eftir hverja önn þar sem hver söngkennari kynnir bekkinn sinn. Eftir tónleikana í maí fékk ég tölvupóst frá umboðsmanni í Vínarborg þar sem mér var óskað til hamingju með frammistöðuna og hann sagðist vilja mæla með mér í þetta verkefni. Ég áttaði mig fyrst ekkert á því hvaða maður þetta væri eða hvaða þýðingu þetta hefði en eftir að söngkennarinn minn útskýrði þetta fyrir mér þá áttaði ég mig á hversu stórt tækifæri var að koma upp í hendurnar á mér,“ segir Kristín og spennan leynir sér ekki.

„Við vorum 20 úr mínum skóla sem sungum fyrir fulltrúa La Scala. Eftir það var mér boðið að koma til Mílanó og syngja fyrir fleiri. Ég flaug því frá Íslandi í júlí og söng fyrir þau í La Scala. Þetta gekk mjög vel og hlutirnir fóru að gerast mjög hratt. Ég fékk síðan boð um að koma í árs þjálfun við akademíuna við La Scala og syngja hlutverk annarrar dömu í Töfraflautunni. Ég er satt að segja enn að lenda á jörðinni. Þetta voru svo stórkostlegar fréttir,“ segir hún.22779 Kristin 6717

Las úr ævisögunni í síma

Fjölskylda Kristínar er afar söngelsk og segist hún þakklát fyrir stuðninginn þegar hún ákvað að elta drauminn. „Ég flutti út upp á von og óvon en var alltaf bjartsýn. Þegar pabbi frétti að ég væri að fara í fyrirsönginn í La Scala hringdi hann í mig og las fyrir mig síðustu tvo kaflana í ævisögu Kristjáns Jóhannessonar þar sem hann lýsir upplifun sinni af því að syngja í La Scala. Við fjölskyldan höfum mikið hlegið að þessu en pabbi áttaði sig á því á undan mér hvað þetta væri magnað tækifæri,“ segir Kristín en þegar Kristján Jóhannsson var ráðinn til La Scala árið 1987 fékk hann hamingjuóskir frá menntamálaráðherra Íslands. „Pabbi syngur mikið og alltaf þegar það koma gestir sest hann við píanóið og tekur nokkur einsöngslög fyrir fólkið. Ég og bróðir minn syngjum oft með honum,“ segir Kristín og bætir við: „Mamma segist hins vegar vera laglaus en ég er ekki frá því að ég hafi röddina frá henni.“

 

Hver er Kristín Sveinsdóttir?
Fædd 29. júlí 1991
Foreldrar: Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og borgarfullrúi og Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Íslands Palestína.
Áhugamál: Syngja, ferðalög, verja tíma með fjölskydu og vinum, og þegar ég hef tíma: Drekka kaffi og lesa bók.
Draumahlutverkin: Octavian í Rosenkavalier eftir Strauss, Dorabella í Cosi fan tutte eftir Mozart og Rosina í Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini

The post Handvalin af útsendara La Scala appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652