Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hvaða hlaup eru framundan?

$
0
0

Hlaup er vinsælasta hreyfing á Íslandi í dag. Það sannaðist í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem rúm 15 þúsund tóku þátt. Það er hægt að skrá sig í alls kyns hlaup um allt land, allan ársins hring. Hér eru hlaup sem eru á næstu vikum og opin öllum til þátttöku. Allar nánari upplýsingar um hlaupin má finna á www.hlaup.is

Hvalfjarðarhlaupið
Í tilefni af Hvalfjarðardögunum 2015 verður í fyrsta sinn boðið upp á Hvalfjarðarhlaupið sem haldið verður laugardaginn 29. ágúst. Vegalengdirnar eru 5 km, 7 km og 14 km. Skráningargjaldið er 2.500 kr.

Tindahlaupið
Tindahlaupið í Mosfellsbæ verður haldið laugardaginn 29. ágúst 2015. Hlaupið hefst klukkan 9:00 og 11:00 við Íþróttasvæðið að Varmá. Boðið er upp á fjórar vegalengdir:
7 tindar – 37 km, 5.000 kr. – Ræsing kl. 9:00.
5 tindar – 35 km, 4.500 kr. – Ræsing kl. 9:00.
3 tindar – 19 km, 4.000 kr. – Ræsing kl. 11:00.
1 tindur – 12 km, 3.000 kr. – Ræsing kl. 11:00
Hægt er að afskrá sig og fá endurgreiðslu þangað til forskráningu lýkur. Ekki er endurgreitt eftir það.

Norðurheimskautshlaup TVG Zimzen
Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen verður haldið í Grímsey laugardaginn 5. september kl. 11.00. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi – milli 23 og 24 km.
Ekkert skráningargjald er í hlaupið, en hægt er að panta í sérstakt flug með Norlandair fyrir hlaupið og greiða það hér. Verðið á fluginu er 15.000 kr en aðeins 51 sæti eru í boði.

Vestmannaeyjahlaupið
Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 5. september. Boðið verður upp á 5, 10 og 21,1 km. Hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 12 og eru öll hlaupin ræst á sama tíma.

Globeothon 2015
Alþjóðlega hlaupið Globeothon fer fram sunnudaginn 13. september kl. 11. Boðið er upp á 2 vegalengdir 5 km og 10 km.
Skráning fyrir miðnætti föstudaginn 11. september:
14 ára og yngri (fædd 2001 og síðar) 500 kr
15 ára og eldri (fædd 2000 og fyrr) 2.500 kr
Skráning frá og með laugardeginum 12. september og fram á hlaupdag:
14 ára og yngri (fædd 2001 og síðar) 1.000 kr
15 ára og eldri (fædd 2000 og fyrr) 3.500 kr

Volcano Trail Run
Volcano Trail Run er fyrsta keppnishlaupið sem fer eingöngu fram í Þórsmörk á hinni vinsælu gönguleið Tindafjallahring. Hlaupið verður haldið í annað skipti þann 26. september kl. 13:30 við skála Volcano Huts í Húsadal. Hlaupið endar á sama stað.
Þátttökugjöld:
6.000 kr fyrir 17 ára og eldri (f. 1998 og fyrr) og 4.000 kr fyrir 16 ára og yngri (f. 1999 og síðar). Innifalið í þátttökugjaldi er bolur, grillveisla, aðgangur að sturtum, sána og laug eftir hlaupið.

The post Hvaða hlaup eru framundan? appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652