Annað kaffihús Dunkin’ Donuts á Íslandi verður opnað í Kringlunni í október. Kaffihúsið verður á fyrstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Dunkin’ Donuts opnaði sem kunnugt er á Laugavegi á dögunum með miklum látum, en tugir biðu í röð fyrir utan staðinn þegar hann opnaði og röð var út á götu fyrstu dagana eftir opnun.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi og Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.
„Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi. Því verður hægt að setjast niður í rólegheitunum eða grípa með sér til dæmis kjúklingavefju, beyglu með laxi og rjómaosti og svo að sjálfsögðu hágæða kaffi og kaffidrykki. Þeir sem eru í þeim gírnum að leyfa sér smá sætindi geta skellt sér á einn kleinuhring, nú eða kassa og leyft öðrum að njóta með sér,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi í fréttatilkynningu.
The post Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni appeared first on FRÉTTATÍMINN.