Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

400 manns mættu í árlega skötuveislu

$
0
0

 

Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson
Karl Gauti Hjaltason í góðum félagsskap í 400 manna veislu

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur staðið fyrir í um 15 ár skötuveislu að sumri og hefur safnað nokkrum milljónum í hvert sinn sem hafa runnið óskiptar til góðgerðarmála.

Jón Pétursson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokknum

Í veislunni að þessu sinni voru vel yfir 400 manns og “borðuðu til blessunar” eins og sagt var.

Margt var um manninn eins og áður sagði og Karl Gauti Hjlatason birti þessar myndir úr veislunni:  ,,Skötumessa í Garðinum í gærkvöldi.

Skatan var hreint afbragð enda úr Eyjum, vel kæst og loftaði úr innviðum andlitspípulagna.

Málefnið var efst í huga yfir 400 gesta, en öll innkoma rann til þarfra málefna á Suðurnesjum. Ásmundur stjórnaði samkomunni af mikill röggsemi og ræðumaður kvöldsins, Sigríður Andersen, setti veisluna í gott samhengi við mannkærleika.“ Sagði Karl Gauti.

Nóg var af skötu fyrir alla

The post 400 manns mættu í árlega skötuveislu appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652