Eftir landsleikinn á sunnudag hefur hávær umræða sprottið upp vegna hvatningarsöngs sem Tólfan-stuðningslið landsliðsins syngur ótt og títt á landsleikjum. Söngurinn sem er íslenskun á ensku hvatningaröskri fer mis-vel í landann. Mörgum finnst hann hljóma eins og hræðslu óp, á meðan öðrum finnst hann hljóma eins og stúkan hafi fengið sér of mikið neðan í því. Sem má vel vera að sé raunin.
Tónskáldið og tónlistarmaðurinn Haraldur V. Sveinbjörnsson setti inn færslu á Facebook í dag þar sem hann hafði skrifað út hvatninguna eins og hún hljómar fyrir honum. Hún er vissulega auðlesanleg fyrir þá sem lesa nótur, en skemmtileg hugmynd engu að síður.
Hann bætti svo um betur og setti gamalt stef sem allir kannast við í nýjan búning fyrir þá sem venja komur sínar á landsleiki. Þetta er áhugaverð útfærsla en ætla má að það taki stúkuna dágóðan tíma að æfa þetta upp. Lengi má þó reyna.
The post Nýr hvatningarsöngur? appeared first on FRÉTTATÍMINN.