Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag stefnir í milda suðaustlæga og austlæga átt á landinu og jafnvel allhvassan vind með S-ströndinni, annars hægari. Rigning eða súld með köflum um landið S-vert, en að mestu þurrt fyrir norðan og upp í 18 stiga hiti þar. Það er ekki mikilla breytinga að vænta á morgun, áfram austlægar áttir og væta með köflum, en þurrt NA-til. Eftir það er útlit fyrir að rigningin verði einkum bundin við S- og A-vert landið fram að helgi, en þá snýst í norðaustlæga átt með úrkomuminna veðri og kólnar, einkum fyrir norðan.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan og austan 3-10 m/s með morgninum. Rigning með köflum S-lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Gengur í austan 13-18 með suðurströndinni seinni partinn.
Austan 5-13 í fyrramálið, en gengur aftur í allhvassa austanátt með S-ströndinni síðdegis á morgun. Væta um landið S- og V-vert, annars þurrt að kalla.
Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan 5-13 m/s, hvassast syðst á landinu. Skýjað með köflum og stöku skúrir norðan- og vestanlands, en rigning með köflum suðaustantil. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.
Á fimmtudag:
Austlæg átt 8-15 m/s, hvassast norðvestantil og við suðurströndina. Rigning sunnan- og austanlands, en þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast V-til.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil væta norðan- og austanlands og 6 til 11 stiga hiti, en þurrt og bjart að mestu um landið suðvestanvert og hiti að 15 stigum.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt, úrkomulítið veður og kólnar.
Spá gerð: 23.09.2019 08:13. Gildir til: 30.09.2019 12:00.
The post Stefnir í milda suðaustlæga átt á landinu appeared first on Fréttatíminn.