Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hjarta- og æðasjúkdómar – Hvað er til ráða?

$
0
0

Orsök

Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum.

Áhættuþættir

Um tvítugt byrjar æðakölkun að myndast og ágerist með árunum. Það sem eykur líkurnar á æðakölkun eru:

  • Reykingar
  • Fjölskyldusaga um æðakölkun
  • Sykursýki
  • Of hár blóðþrýstingur
  • Offita
  • Streita
  • Of lítil hreyfing
  • Karlmenn eru líklegri en konur að fá hjartasjúkdóma

Sjálfshjálp

Rétt er að hugleiða hvort hægt sé að forðast hjarta- og æðasjúkdóma með því að minnka líkur á ofantöldum áhættuþáttum, til dæmis með því að :

  • Hætta að reykja
  • Borða hollan, grófan, fitusnauðan og fjölbreyttan mat
  • Forðast mettaðar fitusýrur
  • Halda kjörþyngd
  • Hreyfa sig reglulega
  • Fylgjast vel með blóðþrýstingnum

Heimild: doktor.is

The post Hjarta- og æðasjúkdómar – Hvað er til ráða? appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652