Þetta er stóri bróðir Bríó og er samsettur út sama genamengi. Munurinn er bara að það er meira af öllu í honum, nema vatni,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari hjá Borg brugghúsi.
Valgeir og félagar senda nú frá sér sérstakan Októberfest-bjór. Að þessu sinni er hann gerður í tilefni af fimm ára afmæli hins vinsæla bjórs Bríó – sem einmitt var fyrsti bjór Borgar – og kallast BríóBríó.
„Þetta eru sömu hráefni og í Bríó og er hann eingöngu þurrhumlaður með hinum konunglegu Hallertauer Mittelfrüh-humlum sem eru einmitt humlarnir sem gefa Bríó sinn einstaka karakter. Þurrhumlunin er hinsvegar margfalt meiri og frekar í takt við double IPA-bjóra í magni og þar af leiðandi bragðstyrk,“ segir Valgeir.
BríóBríó er sennilega sterkasti pilsner sem bruggaður hefur verið á Íslandi, 9,6% í alkóhóli.
„Við höfum viljað halda þýsku þema í Októberfest-bjórunum okkar og þessi er engin undantekning þar á. Bríó er í grunninn þýskur pilsner og má þá segja að BríóBríó sé þýskur Imperial Pilsner, sem er þá einhverskonar ofurútgáfa af þýska pilsner-stílnum. Það er talsvert síðan við lukum við þróun á þessum bjór en gefum hann opinberlega út núna í tilefni af stórafmæli Bríó,“ segir Árni Long bruggmeistari.
Þeir félagar eru gjafmildir af þessu tilefni og ætla að leyfa bjóráhugafólki að smakka nýjustu afurðina á Ölstofu Kormáks og Skjaldar á laugardagskvöld klukkan 20. „Þar verðum við með útgáfusamkomu og allir eru velkomnir að fagna með okkur,“ segir Valgeir.
The post Fagna afmæli Bríó með BríóBríó appeared first on Fréttatíminn.