Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Líkamsrækt á meðgöngu

$
0
0

Hvað ber að varast?

Á meðgöngu er hægt að ástunda flestar íþróttir en með gætni. En gott er af hafa eftirfarandi í huga:

  • Forðastu harða þjálfun sem getur valdið óþægindum.
  • Hættu alltaf þegar þú finnur fyrir vanlíðan.
  • Ekki láta púlsinn fara yfir 140-145 slög á mínútu til að ofreyna ekki hjartað. Hjartað þarf að dæla mun meira blóði en venjulega á meðgöngunni, einnig um fylgjuna.
  • Gerðu teygjuæfingar með sérstakri aðgát, því að allir liðir og liðbönd eru mun lausari í sér en venjulega, vegna hormónabreytinganna. Ástæða þess að hormónar valda losi í liðum og liðböndum er sú að líkaminn er að undirbúa sig fyrir sjálfa fæðinguna svo að grindin gefi nægilega eftir til að höfuð barnsins komist í gegn.
  • Vertu dugleg að drekka vökva áður, á meðan og eftir að þú stundar líkamsræktina. Þú svitnar meira á meðgöngunni og þarft mikinn vökva til að þér líði vel.
  • Sumar íþróttagreinar er best að forðast á meðgöngunni þar sem talsverð hætta er á að þú eða barnið getið beðið af þeim tjón t.d. við árekstra eða tæklingar.
  • Farðu alltaf eftir heilbrigðri skynsemi og taktu mark á því sem líkami þinn segir þér.
  • Ef þú finnur fyrir óþægindum eða öðrum einkennum skaltu hætta strax og ef þau líða ekki hjá skaltu hafa samband við lækni eða ljósmóður.

Heimild: doktor.is

The post Líkamsrækt á meðgöngu appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652