Skemmdir voru unnar á flugvél Icelandair sem var að koma frá Portland um helgina. Krotað var á innréttingar salerna í vélinni.
Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út vegna málsins og segir í tilkynningu frá henni að skemmdir hafi verið sjáanlegar á skápum á þremur salernum fyrir miðju vélarinnar. Lögregla rannsakar nú málið.
The post Skemmdir unnar á flugvél Icelandair appeared first on Fréttatíminn.