Sölutekjur KFC á Íslandi námu rúmlega 2,4 milljörðum króna í fyrra. Þær jukust um nærri 200 milljónir króna á milli ára svo ljóst er að Íslendingar hafa síður en svo slegið af í neyslu sinni á þessum vinsæla skyndibita.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að hagnaður KFC á Íslandi hafi verið 121 milljón króna á síðasta ári. Árið 2013 var hann 41 milljón króna samkvæmt ársreikningi. Rekstrarhagnaður félagsins nam 159 milljónum króna og jókst um 95 milljónir frá fyrra ári.
Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, er eigandi KFC ehf.
The post Íslendingar keyptu sér kjúkling á KFC fyrir 2,4 milljarða í fyrra appeared first on Fréttatíminn.