Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Selma Björns og Logi Pedro á bakvið tjöldin í The Voice

$
0
0

Sjónvarpsþátturinn The Voice hefst í kvöld, föstudagskvöld, á Skjá einum. Gríðarleg spenna er fyrir frumsýningu þáttarins og segir Þórhallur Gunnarsson sem er yfir framleiðslunni hjá Saga film að forsýningarnar á fyrsta þættinum hafi gengið hreint út sagt frábærlega. Þjálfarar þáttanna hafa allir fengið aðstoðarfólk til þess að þjálfa sína söngvara og eru þar á ferðinni engir aukvisar. Það er greinilegt að keppnin verður hörð, bæði milli keppanda og þjálfaranna sjálfra.

„Þau eru með ólíkar aðferðir og gaman að sjá hvaða brögðum þau eru að beita. Sumir koma þessu í fáum orðum á meðan aðrir lofa öllu fögru.“

 

Þjálfararnir í Voice munu keppa sín á milli um að fá þá söngvara sem þeir hrífast af í hverjum þætti. Þeir fengu að velja sér aðstoðarfólk til þess að þjálfa sína söngvara sem best, og allir aðstoðarmennirnir eru þekkt nöfn innan tónlistarbransans og búa að mikilli reynslu. Unnsteinn Manúel verður með bróður sinn Loga Pedro sér við hlið. Svala Björgvins fékk Barða Jóhannsson í sitt lið. Salka Sól fékk reynsluboltann Selmu Björnsdóttur og Helgi Björns fékk tónlistarmanninn Stefán Örn sér til fulltingis, en hann er þekktastur fyrir störf sín með Jónasi Sig, Buffi og sem listamaðurinn Íkorni.

Selma Björnsdóttir, leikstjóri, Vesalingarnir
Selma Björnsdóttir.

Þórhallur Gunnarsson hjá Saga film segir mikla spennu ríkja fyrir frumsýningu fyrsta þáttar. „Þetta er hörkulið sem þjálfararnir hafa fengið til liðs við sig,“ segir hann. „Þau setja sinn svip á þjálfunina og koma með hugmyndir, þróa söngvarana og vinna með þjálfurunum. Þjálfararnir völdu sitt aðstoðarfólk með því tilliti að þeir gætu bætt við einhverju sem þau sjálf hefðu ekki og þau vinna þetta náið saman,“ segir Þórhallur.
„Mitt starf felst í því að koma með hugmyndir í púkkið um lagaval og hvernig er hægt að ögra keppendunum, svo við náum því besta fram,“ segir Selma Björnsdóttir sem verður Sölku Sól innan handar. „Við verðum á æfingum og segjum okkar skoðanir á flutningnum almennt. Við metum allt eftir hverjum söngvara fyrir sig,“ segir hún. „Það eru margir mjög flottir söngvarar þarna og þetta verður hörð barátta. Hingað til höfum við Salka bara verið frekar sammála enda erum við bara að leiðbeina þessum söngvurunum, hún hefur samt alltaf lokavaldið. Enda er þetta hennar lið. Mér finnst alltaf svo gaman að vera bak við tjöldin og hvað þá með svona hæfileikaríku fólki,“ segir Selma Björnsdóttir.
„Fyrsti þátturinn er í kvöld og það er brjáluð stemning og mikil eftirvænting,“ segir Þórhallur. „Við erum gríðarlega ánægð með viðbrögðin sem við höfum verið að fá á svokölluðum forsýningum. Það er mikil dramatík og ótrúleg gæði í þessum söngvurum sem komnir eru inn. Við leituðum uppi söngvarana. Við auglýstum ekki beint eftir þeim, heldur fundum þá sjálf eftir allskonar ábendingum,“ segir hann. „Þannig vitum við að við erum að fá góða söngvara og fyrir vikið verður keppnin harðari. Ég er sannfærður um að í þessum þáttum munu fæðast söngvarar sem verða mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi næstu árin,“ segir hann. „Þetta er mikil þjáning fyrir dómarana að keppast um það að vinna inn sína söngvara. Það er mikið keppnisskap þeirra á milli og það er að aukast með hverjum þætti,“ segir hann. „Þau eru með ólíkar aðferðir og gaman að sjá hvaða brögðum þau eru að beita. Sumir koma þessu í fáum orðum á meðan aðrir lofa öllu fögru og meira að segja dúettum með sér. Það verður ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga film.

The post Selma Björns og Logi Pedro á bakvið tjöldin í The Voice appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652