Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Vonlaust Vod hjá Vodafone

$
0
0

Á þriðjudaginn hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og hugðist horfa á fyrsta þáttinn af Broen sem sýndur var á RÚV á mánudagskvöld. Ég kom mér fyrir og fann þáttinn á frelsisþjónustu VOD-sins sem Vodafone býður upp á. Þátturinn fór af stað og byrjaði vel. Allt var eins og maður vonaðist eftir. Það var kalt umhverfið í Malmö. Ekkert sérstakt veður. Atburðarásin flott, áhugaverð og umfram allt spennandi. Svo ég tali nú ekki um skringilegheit Sögu Norén lögreglukonu. Veturinn er kominn og Nordic Noir er partur af því. Þegar um 40 mínútur eru liðnar af þættinum sem í það heila er tæp klukkustund að lengd, þá stoppar hann og skjárinn verður svartur. Ég stekk upp. Ýti á Play og Pause og allt sem ég get en ekkert gerist. Tímalínan sýnir að það eru 15-20 mínútur eftir og ég get spólað áfram, en það er samt engin mynd. Þetta er eitthvað sem ég er ítrekað að lenda í með Frelsið og tímaflakkið hjá VOD-di Vodafone. Ítrekað ná þættir og myndir sem maður tekur á flakkinu eða frelsinu ekki að klárast, en í byrjun þeirra er iðulega endir á einhverju sem var á undan á dagskrá. Þetta er fáránlegt. Það er ekkert jafn pirrandi og að missa af einhverju sem maður hefur beðið eftir vegna þess að einhver þjónusta er glötuð. Ég er farinn að hugsa minn gang. Hvaða símanúmer er hjá Símanum?

The post Vonlaust Vod hjá Vodafone appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652