Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

„Ég elska þig Guðni“

$
0
0

Hvernig byrjar þú daginn?
Ég byrja daginn á að segja: Ég elska þig Guðni. Síðan fæ ég mér matskeið af kókosolíu sem ég svissa í munninum á meðan ég afgreiði Facebook statusa og les þau skilaboð sem hafa borist bæði í tölvupósti og á Facebook. Þegar þessu er lokið þá losa ég mig við olíuna og hreinsa munninn vel með köldu vatni, drekk síðan hálfan lítra af vatni á meðan ég útbý stórt glas af heitu sítrónuvatni sem inniheldur hálfa sítrónu og einn fjórða af lime. Þessu leyfi ég að standa í hálftíma á meðan ég hugleiði. Eftir hugleiðsluna framkvæmi ég sérstakar öndunaræfingar til að hámarka virkni lungnanna og hjartans. Áhugasamir geta haft samband á gg@ropeyoga.com og fengið nákvæmar lýsingar á æfingunum.  Í framhaldi af öndunaræfingunum geri ég síðan superbrain yoga hnébeygjur og upphífingar og þá tekur rakstur og sturta við. Í sturtunni legg ég mikla áherslu á að vera þakklátur fyrir allt, sérstaklega góða heilsu, yndislega fjölskyldu og hreint vatn.

Hvernig er hefðbundinn morgunmatur hjá þér?
Stundum lífrænt músli eða hafragrautur, eða avacado og tvö linsoðin egg eða hrökkkex með eggjum, avacado og lífrænum tómötum. Alltaf tvöfaldur expresso á eftir.

Hvers konar hreyfingu stundar þú?
Ég stunda nær eingöngu Rope Yoga TRX FLEX kerfið. Það inniheldur alla þá flóru æfinga sem ég tel öflugar og heilsusamlegar, svo sem stöðuæfingar, mótstöðuæfingar, teygjur, flæðisæfingar, öndunaræfingar, kviðæfingar og djúpslökun.

Hvað gerir þú til að slaka á?
Elda og borða góðan mat í faðmi fjölskyldunnar, les og hugleiði.

Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina?
Besta heilsuráð sem ég veit um er að gæta hófs í allri neyslu. Borðaðu þig aldrei sadda/n og tyggðu næringuna vel í fullri vitund. Ekki drekka vatn eða annan vökva með mat. Drekktu helst fyrir mat og þá eingöngu vatn.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?
Lestur og bæn.

Hvert er furðulegasta heilsuráð sem þú hefur heyrt?
Klappaðu burt háan blóðþrýsting. Ef þú vilt minnka líkurnar hjartaáfalli og heilablóðfalli fáðu þér hund. Fjölmargar rannsóknir staðfesta að umönnun hunds, klapp og gælur lækka og jafna blóðþrýsting þegar streita plagar fólk.

 

The post „Ég elska þig Guðni“ appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652