Ekki liggur fyrir hvað tekur nú við hjá Sölva en hann hefur áður lýst því yfir að hann sé með varaáætlun sem gripið yrði til, næðist ekki að fjármagna myndina í gegnum Karolina Fund.
Sölvi hefur fylgt landsliðinu eftir í gegnum undankeppni EM og kveðst vera með einstakt myndefni undir höndum:
„Við höfum náð einstöku myndefni af sögulegum viðburðum í íslenskri íþróttasögu. Kvikmyndasjóður hefur ekki séð sér fært að styrkja gerð myndarinnar og þinn stuðningur skiptir því öllu svo hún verði að veruleika. Liðinu er fylgt eftir úr meira návígi en nokkru sinni og útkoman verður einstök heimild,“ segir Sölvi í kynningu myndarinnar.
The post Sölvi Tryggva náði ekki að fjármagna mynd um landsliðið appeared first on Fréttatíminn.