Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ragnar hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

$
0
0

Ragnar Helgi las heimspeki við Háskóla Íslands og lagði síðar stund á nám í myndlist í Frakklandi. Hann hefur síðastliðin ár unnið að myndlist og sýnt verk sín víða um heim, meðfram því að sinna grafískri hönnun og kennslu auk þess að spila með ýmsum hljómsveitum. Hann er annar forsvarsmanna Tunglsins forlags og situr auk þess í ritstjórn tímaritraðarinnar 1005 og veftímaritsins Skíðblaðnis. ,,Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í sam­tíma sínum“ er þriðja bók Ragnars, en áður hef­ur hann sent frá sér skáldsöguna ,,Bréf frá Bútan“ og smásagnasafnið ,,Fund­ur útvarpsráðs þann 14. mars 1984 og áhrif hans á kyn­verund drengsins og fleiri sögur“.

Alls bárust dómnefnd verðlaunanna 48 handrit. Í dómnefnd sátu Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Páll Valsson formaður nefndarinnar.

The post Ragnar hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652