Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Lifi rokkið

$
0
0

Undanfarin þrjú sunnudagskvöld hef ég beðið spenntur eftir þáttaröðinni Popp- og rokksaga Íslands. Þættirnir, sem eru gerðir eftir bók Dr. Gunna, Stuð vors lands, eru á pari við heimildarþætti og myndir sem maður hefur séð um tónlist úti í hinum stóra heimi. Farið er mjög ítarlega í söguna og birtar myndir sem margar hverjar hafa ekki birst áður. Viðtölin eru frábær og skemmtilegast við þau er það að viðmælendurnir eru ekki einhverjir sem búnir eru að tjá sig um söguna svo áratugum skiptir. Hljóðfæraleikarar og söngvarar sem margir hafa ekki séð í tugi ára segja frá sinni upplifun frá hverjum tíma og gaman er að heyra sögurnar sagðar af sama fólkinu og upplifði þær. Í næsta þætti fer doktorinn með okkur á hippatímabilið og svo koll af kolli áfram söguna. Þættirnir eru aðeins fimm talsins í þessari seríu og verða aðrir fimm sýndir á næsta ári. Ég er ekki viss um að ég geti beðið svo lengi. Það er þrekvirki að koma þessu öllu fyrir og greinilegt að heimildaöflun hefur verið mjög ítarleg. Það skilar sér heim í stofu. Bravó Dr. Gunni, og Bravó Markell kvikmyndagerð.

The post Lifi rokkið appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652