Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ekki verið kallaður „kall“ áður

$
0
0

Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson leikur eitt hlutverkanna í sjónvarpsþættinum Réttur, sem frumsýndur var á Stöð 2 um síðustu helgi. Í þáttunum leikur Sigurður ungan mann sem vinnur í félagsmiðstöð og er flæktur inn í vafasaman hring atburðarásar þáttanna. Sigurður Þór, eða Siggi Þór eins og hann er kallaður, er vanur því að leika unga menn enda er útlitið unglegt, enda er hann ekki nema 27 ára gamall. Hann leikur einnig í sýningunni um Hróa hött í Þjóðleikhúsinu þar sem hann fær að vera vondi karlinn.

„Ég hefði sætt mig meira við að vera kallaður „maður“ segir hann og hlær. „Ég ímynda mér alltaf bara einhvern í kringum sjötugt þegar ég heyri einhvern tala um „kall.“

Daginn eftir frumsýningunni á Rétti birtist færsla á Facebook-síðunni „Beauty-Tips“ þar sem spurt var „Hvað á þessi kall að vera gamall?“ og mynd af Sigga, Sigurði Þór Óskarssyni, í hlutverki sínu fylgdi með. Siggi segist ekki vera viss hvernig hann eigi að taka því að vera kallaður „kall“ aðeins 27 ára gamall. „Ég er ekki vanur því að vera kallaður „kall“,“ segir Siggi. „Það er samt mjög algengt að ég sé látinn leika niður fyrir mig í aldri,“ segir hann. „Mér finnst það bara fínt. Ég veit að ég er unglegur og það er bara flott, en ég vil ekki festast í því samt. Ég græði samt á því verandi tiltölulega nýkominn úr skóla og slíkt. Það þarf oft einhvern unglegan. En svo vill maður líka fá að leika sinn eigin aldur,“ segir Siggi.
„Í Hróa fæ ég að leika vonda karlinn sem er gjörspilltur og siðlaus náungi, sem er önnur áskorun. Fyrirmyndin af honum er kannski King Geoffrey í Game Of Thrones sem er svona ungur, dekraður drengur sem fær allt upp í hendurnar. „Hlutverkið mitt í Rétti er ungur strákur sem vinnur í félagsmiðstöð og án þess að gefa neitt upp er viðriðin ýmislegt grunsamlegt“ segir Siggi. „Í undirbúningnum las ég ýmis dómsmál um svipuð málefni og talaði við fólk sem vinnur í félagsmiðstöðvum til að fá smjörþefinn af því hvernig stemningin í þeim er í dag. Svo skoðaði ég líka góða í þessum karakter,“ segir hann. „Ég leitaði að því góða í honum því ég held að hann átti sig sjálfur ekkert á afleiðingum gjörða sinna. Hann er algjörlega blindur á það hvað er siðferðislega rétt og rangt,“ segir Siggi.
Umræðan um aldur Sigga á samfélagsmiðlum fór þó ekki mikið fyrir brjóstið á honum, þó honum hafi brugðið við að vera kallaður „kall“. „Ég hefði sætt mig meira við að vera kallaður „maður,“ “segir hann og hlær. „Ég ímynda mér alltaf bara einhvern í kringum sjötugt þegar ég heyri einhvern tala um „kall.“ Í rauninni var þetta samt bara ágætt því þá er ekkert geirneglt hvað hann á að vera gamall í þáttunum. Enda skiptir það litlu máli,“ segir Siggi sem heldur áfram að leika unga menn eftir áramót.
„Ég er að fara að leika í spennuverkinu Hleyptu þeim rétta inn, þar sem ég leik 12 ára strák,“ segir hann. „Þetta er hrikalega spennandi verk og handritið er æðislegt og ég er mjög spenntur að byrja á því. Þetta er í rauninni stærsta hlutverkið sem ég hef fengið í leikhúsunum og um leið það mest krefjandi, sem er bæði stressandi og spennandi,“ segir Sigurður Þór Óskarsson leikari.

The post Ekki verið kallaður „kall“ áður appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652