Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Dansinn er tjáning sem dansarar kjósa umfram orð

$
0
0

This Conversation is Missing a Point er nýtt íslenskt dansverk eftir Berglindi Rafnsdóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í vikunni, en þær eru einnig flytjendur verksins. Verkið er í senn fyndið og mannlegt, og fjallar á kómískan hátt um það hvernig manneskjur geta verið misskildar. Hvað má segja og hvenær og hvort við vitum við yfir höfuð eitthvað? Unnur segir dansinn tjáningu sem dansarar kjósa yfirleitt frekar en orð.

„Við höfum alltaf átt erfitt með að tjá okkur með orðum svo við erum að leika okkur með þessar pælingar. Ég held að þetta sé algengt hjá dönsurum. Við erum best í því að tjá okkur með líkamanum en við verðum nú vonandi betri og betri með árunum.“

„Þetta er glænýtt verk sem við Berglind Rafnsdóttir sömdum saman,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dansari. „Þetta er mjög kómískt dansverk þar sem við leikum okkur með tjáningu. Við tölum bullmál í sýningunni og hugmyndin er sprottin upp frá því að við erum dansarar sem tjáum okkur með líkamanum og höfum gert frá því við vorum litlar. Við höfum alltaf átt erfitt með að tjá okkur með orðum svo við erum að leika okkur með þessar pælingar. Ég held að þetta sé algengt hjá dönsurum. Við erum best í því að tjá okkur með líkamanum en við verðum nú vonandi betri og betri með árunum,“ segir hún og hlær. „Við erum bara tvær á sviðinu og þetta er í rauninni okkar uppistand. Þetta er mikill og krefjandi dans þar sem við erum að gefa allt sem við eigum, löðrandi sveittar og opnum hjartað. Inntakið er í grunninn þessi tjáningarvandamál sem við erum að glíma við í daglegu lífi,“ segir hún.
„Þetta er mjög mannlegt málefni held ég, því allir hafa lent í því að eiga erfitt með að tjá sig eða koma fram og halda ræður eða slíkt. Þetta snýst svolítið um það. Berglind átti við það vandamál í æsku að stama svo við förum líka svolítið inn á það, og sambærileg vandamál. Við frumsýndum á miðvikudaginn og svo erum við með tvær sýningar í sölu eins og er, 11. og 17. nóvember og það væri mjög gaman að koma að fleirum. Það er bara alltaf svolítið erfitt að fá fólk til þess að koma á danssýningar. Það er oft hrætt við þetta form,“ segir hún. „Þessi sýning er samt fyrir alla. Hún er ekki þung og erfið að skilja því við erum að leika mjög mikið líka. Það ættu allir að tengja við hana, á öllum aldri. Tónlistin er eftir Þorstein Eyfjörð tónlistarmann sem er alger snillingur og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa sýningu. Samstarfið við hann hefur verið alveg frábært,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, dansari og danshöfundur.

The post Dansinn er tjáning sem dansarar kjósa umfram orð appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652