Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Nýttu hvern krók og kima

$
0
0

1. Nýttu hornin
Settu vask í eitt hornið, þannig myndast auka geymslupláss undir vaskinum og auk þess er auðvelt að þrífa í kringum hornvask. Með þessu fyrirkomulagi hrúgast draslið heldur ekki upp, að minnsta kosti ekki í þetta tiltekna horn.

2. Spegill, spegill
Spegill stækkar rýmið, það er nokkuð ljóst. Skápur, ekki of djúpur þó, með speglahurðum er einnig sniðug lausn. Þannig er hægt að geyma tannbursta, krem og aðrar gersemar á sniðugum og hentugum stað.

3. Vandaðu litavalið
Ljósir og mjúkir litir eru ákjósanlegur kostur fyrir minni rými, sem dæmi má nefna hlutlausa liti eða pastel litaðan blæ. Svo má lífga upp á rýmið með litríkum handklæðum og öðrum fylgihlutum.

4. Búðu til meira rými
Aukið rými má skapa með því að koma yfir hillum fyrir ofan klósettið eða út frá gluggum, þannig má framlengja það rými sem nú þegar er nýtanlegt. Ekki bruðla með plássið, aðskilið baðkar og sturta er til dæmis algjör óþarfi á litlum baðherbergjum. Sturtuhengi geta verið smart, en þau geta líka lokað baðherbergið af. Stílhreint gler er góð lausn fyrir smærri rými.

5. Lýsingin skiptir máli
Lýsing hefur heilmikið að segja um stærð rýmis og þegar rýmið er af skornum skammti er algjör óþarfi að velja ljós sem standa út frá veggjum eða lofti. Lýsingin þarf samt sem áður að vera góð þar sem baðherbergið er yfirleitt staðurinn þar sem maður hefur sig til fyrir daginn. Stílhrein lýsing er öruggur valkostur og dimmir gerir einnig heilmikið fyrir stemninguna. Annars má alltaf líka kveikja á kertum.

6. Takmarkaðu smádótið
Ýmislegt smádót, hreinlætisvörur, snyrtivörur enda inni á baðherberginu, magnið fer ef til vill aðeins eftir því um hvort kynið er að ræða, en það er ekki algilt. Ágætis regla er að halda vaskinum og svæðinu þar í kring tiltölulega hreinu. Smádótið á heima ofan í skúffu eða í uppi í hillu. Litlar plöntur lífga upp á rýmið og koma einnig í veg fyrir að annað dót sé að þvælast fyrir.

 

The post Nýttu hvern krók og kima appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652