Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Iceland Airwaves: Fór í fyrsta sinn í fylgd pabba

$
0
0

Sigga Ólafs, starfsmaður Airwaves

„Þetta er fimmta hátíðin sem ég er að vinna við en ég fór á mína fyrstu hátíð þegar ég var 16 ára árið 2007, í fylgd með pabba. Þetta eru jólin fyrir mér. Mér finnst fyrsta hátíðin sem ég fór á standa upp úr í minningunni, og líka 2011 þegar ég var að vinna fyrst við hátíðina. Þá spiluðu Beach House fyrst og ég hitti þá sem var skemmtilegt. Ég hlakka mikið til að hitta þá aftur á hátíðinni í ár. Kraftwerk tónleikarnir árið 2013 voru mjög eftirminnilegir og líka þegar Sigur Rós spilaði síðast. Í ár hlakka ég mest að sjá Retro Stefson. Ég er svo vanaföst og er búin að sjá þau öll árin.“

The post Iceland Airwaves: Fór í fyrsta sinn í fylgd pabba appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652