Vínrauði liturinn er allsráðandi í haust og vetrartískunni þetta árið. Það má segja að Chanel hafi gefið tóninn þegar dökkvínrauða Rouge Noir naglalakkið var kynnt fyrir tveimur árum og í kjölfarið notuðu helstu fatahönnuðurin litinn í hönnun sinni. Vínrauðar varir eru sérstaklega vinsælar núna en litinn má einnig sjá á fatnaði, skóm og fylgihlutum. Vínrauður fer vel með svörtum og dökkbláum lit og hentar vel fyrir þá sem vilja draga úr því að klæðast svörtu en vilja samt ekki taka stökkið yfir í bjarta liti.





The post Vínrauður tekur við af svörtum – Myndir appeared first on Fréttatíminn.