Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sáraeinfalt að koma hlutum í verk með aðstoð eggjaklukku – 5 ráð

$
0
0

Francesco Cirillo var nemandi við alþjóðlega háskólann Guido Carli í Róm snemma á tíunda áratungum þar sem hann strögglaði við að ljúka verkefnum sínum á tilsettum tíma og halda einbeitingu. Hann ákvað að skora á sjálfan sig, að læra í tíu mínútur án þess að verða fyrir truflun. Hann notaði litla klukku sem var í laginu eins og tómatur til að taka tímann. Eftir nokkrar endurtekningar og tilraunir fór Cirillo að sjá mikinn árangur og 10 mínúturnar urðu að 25 mínútum af einbeitingu. Litlu tómataklukkuna notaði hann einnig í starfi sínu eftir að hann útskrifaðist og fann að það hjálpaði honum við að koma meiru í verk. Hann þróaði aðferðina enn frekar og nefndi það Pomodoro tæknina, en pomodoro þýðir tómatur á ítölsku.

Aðferðin er einföld og hér eru fimm ráð til að koma þér af stað:

1.Skrifaðu verkefnalista Byrjaðu á því að skrifa niður allt sem þú ætlar að gera yfir daginn.

2. Settu klukkuna í gang  Stilltu klukkuna á 25 mínútur og byrjaðu á verkefninu. Hafðu klukkuna í augnsýn svo þú sjáir hvað mikið er eftir af tímanum. Mestu máli skiptir að gera ekki neitt annað en að sinna verkefninu. Það þýðir að þú mátt ekki standa upp til að fá þér vatn eða fara á klósettið, kíkja á tölvupóst eða Facebook. Þú mátt bara vinna að verkefninu á meðan klukkan tifar. Þegar hún hringir skrifarðu X við verkefnið á listanum.

3. Taktu frímínútur Þegar klukkan hringir þá verðuru að hætta að vinna að verkefninu, jafnvel þú sért sannfærð/ur um að þú getir klárað það á næstu mínútum. Cirillo segir það nauðsynlegt að taka 3 til 5 mínútna hvíld sem hægt er að nota til að hreyfa sig eða gera það sem maður vill.

4. Endurtaktu fyrstu skrefin Eftir hverjar 25 mínútur, eða hvern pomodoro eins og Cirillo kallar það settu annað X við verkefnið, þar til því er alveg lokið. Þá geturðu strikað það út af listanum og tekið til við næsta verkefni. Eftir hverja fjóra Pomodoro (hverjar 30 mínútur, sem samanstanda af 25 mínútum af vinnu og 5 mínútna hvíld) tekurðu lengra hlé, 15 til 30 mínútur.

5. Skoðaðu árangurinn Í lok dags, skaltu fara yfir verkefnalistann þinn því hann hefur að geyma mikilvægar upplýsingar. Fjöldi x-anna við hvert verkefni segir til um hversu mikinn tíma það tekur að klára verkefnið, sem þýðir að þú getur áætlað hversu lengi þú ert að vinna sambærileg verkefni í framtíðinni. Þar að auki gefur það góða mynd af því hversu afkastamikil/l þú ert yfir daginn.

Lykillinn er að vinna að einu verkefni í einu í 25 mínútur í senn og ekki sinna neinu öðru.
Lykillinn er að vinna að einu verkefni í einu í 25 mínútur í senn og ekki sinna neinu öðru.

 

The post Sáraeinfalt að koma hlutum í verk með aðstoð eggjaklukku – 5 ráð appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652