Verslunin Sturla á Laugaveginum hefur í þrjú ár boðið upp á fatamerkið Scotch and Soda og Maison Scotch við góðar undirtektir. Merkin koma frá Hollandi og hófu göngu sína á níunda áratugnum en byrjuðu að vaxa fyrir alvöru árið 2001. Merkin hafa vaxið mjög ört síðan og í dag eru yfir 100 Scotch and Soda verslanir um allan heim og yfir 7000 söluaðilar. Vörumerkið er þekkt fyrir mikil gæði, klassískt yfirbragð og er oft með flottum smáatriðum í hönnun þess. Það nær til breiðs aldurshóps og býður upp á mikið vöruúrval allt frá götufatnaði til spariklæðnaðar. Einnig framleiðir merkið hinn vinsæla ilm Barfly sem er bæði fyrir konur og karla.



Fatnaður frá Scotch and Soda er fáanlegur í versluninni Sturlu á Laugavegi. Nánara vöruúrval má skoða á Facebook síðu Sturlu.
Unnið í samstarfi við Sturlu verslun
The post Scotch and Soda á Íslandi appeared first on Fréttatíminn.