Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ungt fólk þarf hvorki bílskúr né geymslu

$
0
0

74% nemenda við Háskóla Íslands sjá ekki fram á að geta keypt sér íbúð fimm árum eftir útskrift. Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HÍ, lýsti framtíðarsýn stúdenta í húsnæðismálum á fundi Samtaka iðnaðarins í gær, fimmtudag. Hann segir ungt fólk í dag vera sveigjanlegt þegar kemur að húsnæði, ekki allir vilji eða þurfi rými á borð við bílskúr eða geymslu. Auk þess útskrifist mun fleiri einhleypir í dag, sem kalli á enn minni íbúðir. Lítið og vel nýtt húsnæði er nýja búsetuformið.

Hugmyndir Stúdentaráðs að lausnum:
-Fella niður stimpilgjöld af fyrstu íbúð.
-Skoða að bjóða ungu fólki skattlaust ár til að auðvelda fyrstu kaup.
-Einfalda byggingaregluverkið þannig að hægt sé að bjóða ódýrt, lítið og vel nýtt húsnæði.
-Slaka á kröfum um greiðslumat.

„Eins og komið hefur fram er mikill skortur á þessum fyrstu kaups íbúðum og við vitum að það er ekki verið að byggja mikið af þannig íbúðum,“ segir Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HÍ, en hann lýsti framtíðarsýn stúdenta á húsnæðismál á fundi Samtaka Iðnaðarins í gær, fimmtudag.

 

Sjá ekki fram á að eignast húsnæði

„Margir stúdentar hafa af því áhyggjur hvað taki við eftir foreldrahús, stúdentagarða og leiguhúsnæði og könnun okkar sýnir að 74% nemenda telja sig ekki geta verið komna í eigið húsnæði fimm árum eftir að hafa klárað nám. Þetta er áhyggjuefni því þetta þýðir að ungt fólk getur fest á leigumarkaðnum því það getur ekki lagt til hliðar. Og það vill enginn vera á leigumarkaðinum á Íslandi í dag sem er svo óstöðugur að fólk þarf að flytja á hverju ári.

Sveigjanlegri kröfur

Aron segir landslag fólks sem útskrifast úr háskólanámi í dag vera allt annað en áður og fólk hafi auk þess aðrar hugmyndir um húsnæði í dag. „Í dag eru mjög margir einstaklingar enn einhleypir á þessum árum sem fyrsta íbúðin er keypt. Þessi sístækkandi hópur þarfnast miklu minni íbúða en þeir sem eru að byggja upp fjölskyldu. Fyrsta íbúð þarf ekki endilega að þýða 2 svefnherbergi og þar að auki er ungt fólk í dag alveg tilbúið að fórna fermetrum, geymslum og bílskúrum til að geta eignast íbúð. Fólk er ekki að sækjast eftir þessu í dag. Ég er samt ekki að tala um að nú eigi bara að gera gáma fyrir ungt fólk heldur viljum við benda á að í dag eru uppi aðrar hugmyndir um húsnæði en áður, við erum sveigjanlegri.“

23755 Aron
Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HÍ.

Greint var frá helstu niðurstöðum úr árlegri greiningu Samtaka iðnaðarins á íbúðamarkaði á fundi í gærmorgun, fimmtudag.
-Íbúðum í byggingu fjölgar og framleitt magn verður í takti við þörf næstu ára. Enn er þó áskorun að mæta uppsafnaðri þörf á markaðnum.
-Greining SI sýnir að framboð á nýju húsnæði á næstu þremur árum verði í takti við áætlaða þörf fyrir nýjar íbúðir á þessu árabili
-Uppsafnaðri þörf síðustu ára hefur þó ekki verið mætt. Skorturinn setur þrýsting á verð.
-Mikil nauðsyn á samhæfðum aðgerðum til að stytta framleiðslutíma
-Frá 2005 hefur ungu fólki (25-43 ára) sem býr hjá foreldrum sínum fjölgað um 60%.

Búseta stúdenta í dag (Meðalaldur 27,6 ár):

Foreldrahús 24%
Stúdentagarðar 15%
Leiguhúsnæði 26%
Eigið húsnæði 29%
Annað 5%

 

The post Ungt fólk þarf hvorki bílskúr né geymslu appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652