Síldin er að detta í hús og þá er ráð að huga að jólamaríneringunni. Þetta er einföld aðferð en um leið ljúffeng.
Jólasíld
500 millilítrar eplaedik
250 millilítrar lífrænn vínberjasafi
10 stykki piparkorn
10 stykki negulnaglar
5 stykki kardimommur
3 lárviðarlauf
3 kanilstangir, hver um 5 sentímetrar
Börkur af einni appelsínu
Leiðbeiningar
Blandið öllum innihaldsefnunum saman fyrir maríneringuna í litlum potti og náið upp suðu á hæsta hita. Hrærið í og takið pottinn af þegar sykurinn er allur uppleystur. Setjið maríneringuna til hliðar og kælið hana alveg niður.
Setjið síldarbitana og lauk í nokkrum lögum í krukkurnar. Hellið maríneringunni yfir þannig að hún fljóti yfir síldina og verið viss um að skipta kryddinu jafnt á milli krukknanna.
Geymið síldina í kæli í að minnsta kosti 2 daga en hún verður mýkri og betri eftir því sem á líður. Hún geymist í að minnsta kosti mánuð.
Uppskrift fengin af www.hidblomlegabu.is
The post Hátíðarsíld appeared first on Fréttatíminn.