Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Mercury Rev á Airwaves

$
0
0

Bandaríska hljómsveitin Mercury Rev er á meðal þeirra sem sveita sem troða mun upp á Iceland Airwaves síðar á árinu. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni en þeir verða alls um 200 talsins. Þetta er í sautjánda sinn sem Airwaves er haldin og miðasala er í fullum gangi á heimasíðu hátíðarinnar.

Mercury Rev með þekktari rokksveitum í óháða geiranum en hún var stofnuð í Buffalo í New York í lok níunda áratugarins. Þekktasta plata Mercury Rev er Deserter’s Song sem kom út árið 1998. Með henni öðlaðist sveitin frægð sem fáir sáu fyrir – en platan var meðal annars valin plata ársins hjá breska blaðinu NME. Von er á nýrri plötu frá Mercury Rev í september, The Light in You.

Auk Mercury Rev var í dag tilkynnt um fjölda erlendra gesta sem troða upp á hátíðinni. Þar á meðal eru JME frá Bretlandi, Lucy Rose sem sömuleiðis er frá Bretlandi, Braids og Emilie & Ogden frá Kanada, Weval frá Hollandi og Curtis Harding frá Bandaríkjunum.

Af íslenskum listamönnum sem bætast við dagskrá Airwave ber hæst Úlfur Úlfur sem sendi á dögunum frá sér frábæra plötu en einnig bætast við Herra Hnetusmjör, Reykjavíkurdætur, Borko, kimono, Sturla Atlas, D. Gunni, Lára Rúnars og Grísalappalísa auk annarra.

Áður hafði verið tilkynnt um nöfn eins og Björk, John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Father John Misty, Mammút, Ariel Pink, Perfume Genius, Gísla Pálma, Sleaford Mods, Beach House og East India Youth.

Að neðan er nýtt kynningarmyndband frá Airwaves.

 

The post Mercury Rev á Airwaves appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652