Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var tekinn með umtalsvert magn af sterum og lyfseðilsskyldum lyfjum í ferðatösku við komuna til landsins á dögunum. Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu manninn við komu hans frá Berlín. Hann var með vel á annað þúsund ambúlur, sem innihéldu ríflega 1500 millilítra af sterum, í fórum sínum ásamt um sex þúsund steratöflur, auk lyfja.
Í tilkynningu frá tollyfirvöldum kemur fram að þetta sé í annað sinn á skömmum tíma sem tollverðir leggja hald á ólögleg efni. Hitt málið kom upp þegar þeir fundu við hefðbundna leit í gámi í skipi í Sundahöfn rúmlega tvö kiló af meintu kókaíni sem hafði verið komið fyrir í bakpoka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það mál.
The post Tekinn með sex þúsund steratöflur í tollinum appeared first on FRÉTTATÍMINN.